Goðasteinn - 01.06.1983, Page 9
huga sem ég dreg hana fram tengda sómamönnum sem
búnir eru svo lengi að liggja í gröf sinni. Pjóðtrúin sagði
að Sighvatur í Skálakoti hefði fengist við það nótt eina
að vekja upp draug í Holtskirkjugarði og með fulltingi
Einars sonar síns sem sleikti náfroðuna af þeim fram-
liðna er hann kom upp af gröfinni. í morgunsárið kom
Einar inn í Holti öllum að óvörum og bað um að gefa
sér að drekka. Séra Þorvaldi Böðvarssyni varð að orði,
er Einar gekk leiðar sinnar: „Hvernig leist ykkur á hann
Einar, stúlkur?" Þá var Sighvatur að magna sendinguna,
er vinna skyldi á Guðna Ólafssyni í Merkinesi í Höfnum,
sem ekki vildi þýðast Kristínu dóttur hans. Sendingin
kom að Merkinesi, er Guðni var á sjó, og snerist að Maren
konu hans. Hún kom örmagna niður í vörina, er Guðni
lenti, og sagði: „Nú get ég ekki meira, Guðni." Þá var
hún búin að brjóta allt og bramla sem lauslegt var innan-
stokks og tók aldrei upp frá því á heilli sér. Um þetta
hef ég áður skrifað noklcru meira og endurtek það ekki
hér. Sagan gekk víða og var sögð Sveini í Vallatúni í sjó-
búð í Vestmannaeyjum og barst svo til næstu niðja Ein-
ars á Skála. Nú mun hún talin vitni um lífseiga hjátrú
19. aldar. Öllu helst er hún þó vitni um álit fjöldans á
mannviti og bókmennt hillt upp til ofsjóna og verða þeir
Sighvatur og Einar ósakaðir af því í gröfinni.
Handrit koma í leitir
Fyrsta handrit Sighvats í Skálakoti sem kom á vegu mína
var skráð árin 1811 og 1812 og varðveitti Jesúrímur séra
Guðmundar Erlendssonar á Felli í Sléttuhlíð (1595—
1670), auk kvæða og bæna frá 17. og 18. öld. Lítið og
nokkru eldra ljóðafrumrit fylgdi því með tileinkunar-
vísum til fyrsta eiganda. Fól ein í sér nafn hans:
Goðasteinn
7