Goðasteinn - 01.06.1983, Side 10
Þó ljóðin séu ei lærdómsrík,
né liðugar orðagnóttir,
geymi blöðin gullhlaðsbrík
Guðrún Vigfúsdóttir.
Ég geymi mér að giska á höfund vísunnar og Guðrúnu,
en bókina hefur Sighvatur skrifað henni til handa. Á
öðru bókarspjaldinu var sendibréfsbrot skrifað af Bene-
dikt Magnússyni frá Pykkvabæjarklaustri, þá nemanda
í Hólavallaskóla, árið 1800.
Nú skal nefna annað óslcylt til sögu: Sumarið 1935
kom sá margfróði maður, Skúli Marlcússon frá Hjörleifs-
höfða, í teiginn til oklcar úti í Brennuengjum og bauð til
kaups endurútgáfuna á Eldritum Markúsar Loftssonar í
Hjörleifshöfða. Nágrannar okkar í Ormskoti höfðu mið-
dagshvíld í teignum nærri okkur. Par var Júlla frá Berja-
neskoti kaupakona. Kaupamaður oklcar, Siggi frá Skála,
var löngum spaugsamur. „Hann er gróflega slcemmtileg-
ur hann Sigurður," man ég að Júlla sagði við fyrstu
kynni. Nú benti Siggi til Ormskotsfólks og sagði við
Skúla að þarna væri sterkefnuð kaupakona sem áreiðan-
lega myndi kaupa af honum bók. En Júllu leist ekki meir
en svo á bóksalann. Steig hún snarlega upp er hann
nálgaðist og kembdi aftur af henni á leið til hrífunnar.
Pessi lcynningarstund í teignum leiddi til þess að þrem-
ur árum seinna stóð ég í stofu Skúla Markússonar suður
í Reykjavík. Pað var haustið 1938. Skúli var giftur Ingi-
björgu Vigfúsdóttur frá Söndum í Meðallandi, systur
Sigurveigar konu Jóa Bjarna austur í Vík í Mýrdal, en
þau voru virktavinir fjölskyldu minnar. Ekki leyndi sér
bókaást húsráðenda. í bókaskáp Skúla sá ég handrit frá
Hjörleifshöfða. Eitt þeirra, Tyrkjaránssögur, var skrifað
„af líttkunnandi Andrési Árnasyni á Hellum" í Mýrdal
árið 1850, en hann var afi Skúla. Ég fletti bókinni og sá
þá að Andrés hafði skrifað eftir handriti séra Jóns Aust-
manns á Ofanleiti í Vestmannaeyjum, sem hann hafði
8
Goðasteinn