Goðasteinn - 01.06.1983, Síða 22
Skartbækur
Flest handrit Sighvats í Skálakoti mega kallast í hvers-
dagsfötum hvað varðar letur, skráð með þokkalegri fljóta-
skrift eða góðu settletri. Tvö eru í hátíðabúningi — ef svo
má segja — hvað varðar letur og lýsingu upphafsstafa.
Þetta eru handritin ÍBR 37, 8vo, í Landsbókasafni og
Pjms. 8509 í þjóðminjasafni. þau eru kynbornir niðjar
lýstra miðaldahandrita, gott dæmi um fastheldni Islend-
inga í menningu og list.
Á handritið ÍBR 37, 8vo er ritaður Upprisusaltari
Steins Jónssonar Hólabiskups árið 1806 og er það í sam-
tíma skinnbandi. Sighvatur Árnason alþingismaður í
Eyvindarholti gaf handritið safni Reykjavíkurdeildar
Bókmenntafélagsins og hefur án efa fengið það frá móð-
ur sinni Jórunni dóttur Sighvats í Skálakoti eða systur
hennar Steinunni í Hlíð, en hún gaf Sighvati próventu
sína og dó hjá honum. Bókin segir sjálf til þess að hún
sé skrifuð af Sighvati í Skálakoti. í upphafsstafinn L í
22. sálmi er letrað SES og í upphafsstafinn T í 36. sálmi
er letrað ártalið 1806.
Handritið er eins og nýtt frá hendi skrifarans, litir í
upphafsstöfum fagrir og skýrir, svartir, grænir, rauðir.
í buginn að neðan á upphafsstafnum L í 38. sálmi er
dregið fagurt blómker. Petta er með fegurri handritum
19. aldar, greinilega varðveitt sem kjörgripur.
Handritið þjms. 8509 er bænabók í samtíma skinn-
bandi, í sama broti og ÍBR 37, 8vo, 362 blaðsíður, týnst
hafa bls. 353—360. Safnið fékk handritið að gjöf frá Bergi
Einarssyni sútara í Reykjavík 1. maí 1922. Á titilblaði
innan skrautbekkja er letrað: „Nyar Viku Missiraskipa
og Hátyda Bænir. Ritaðar að Skála árum Eptir Guðs
Burð 1817." í upphafsstafinn L á bls. 37 er letrað: „Anno
1817 ASS." í upphafsstafinn Ó á bls. 284 er letrað: „1819
20
Goðasteinn