Goðasteinn - 01.06.1983, Síða 28
um bókum frá fyrra hluta 19. aldar. Nánast af tilvilju.n
veit ég að hann átti þessar bækur frá 18. öld og mun það
minnstur hlutinn: Lærdómslistafélagsritin, Lögþingsbæk-
ur margar, Fororðningar frá Hrappsey 1785, Gaman og
alvöru Magnúsar Stephensen, Den Islandske Almues of-
fentlige Aarlige udgifter: Hans Jacob Lindahl frá 1788,
Njálu frá 1772, Biblíuna frá 1747, Sigurhróss hugvekjur
1788. Frá 17. öld veit ég að hann átti Landnámuútgáfuna
frá Skálholti.
Einar lét sér annt um bækur sínar og handrit, lánaði
þær ekki öðrum en þeim sem hann vissi að fóru vel með
bækur og reyndi eftir föngum að varðveita þær fyrir hús-
raka. Margar þeirra batt hann inn sjálfur. Jón Borgfirð-
ingur nefnir Einar fræðimann. Það má til sanns vegar
færast. Þó liggur lítið eftir Einar af skrifaðri fræði. Fyrir
séra Markús Jónsson í Holti skrifaði Einar lýsingu á af-
réttum norðan Eyjafjallajökuls, austan Markarfljóts og
sunnan Syðri-Emstruár. Hún er nú prentuð með sókna-
lýsingum Rangárvallasýslu. Staðfræðiritgerð Einars varð-
andi austanvert Rangárþing, einkum hvað varðar land-
nám, virðist glötuð. Enginn vafi er á því að Einar hefur
verið mestur bókamaður og fróðastur allra samtíðar-
manna sinna undir Eyjafjöllum í allri íslenskri fræði.
Einar gegndi hreppstjóraembætti langa tíð og þurfti
því margt að skrifa á bækur og hafa margar bréfagerðir
með höndum. Oft var til hans leitað í sambandi við lög
og rétt. Fyrir sóknarpresta sína í Holti annaðist hann
margar færslur bóka og skjala.
Skemmtilegt er að sjá hvernig Einar víkur sér undan bón
Jóns Árnasonar 1859 um að skrá fyrir hann þjóðsögur,
kveðst svo örfátækur að þvílíku rusli. Ekki synjar hann
fyrir að hafa heyrt eitt og annað um drauga og álfa í
æsku en vill ekki kannast við að það hafi loðað í minni.
Líklega hefur hann vitað af þeirri alþýðutrú að hann,
faðir hans og afi hefðu verið kenndir við galdur og forn-
eskju og ekki hefur það örfað hann til skrifta. Á bréfi
26
Goðasteinn