Goðasteinn - 01.06.1983, Qupperneq 31
handa Þjóðskjalasafni. Kver Einars er nú varðveitt í
byggðasafninu í Skógum.
Dagbækur Einars á Skála
Ég fór dagstund yfir allar varðveittar dagbækur Einars
Sighvatssonar til að leita að einu ákveðnu atriði. Lestur-
inn minnti mig á nauðsyn þess að taka af þeim gott
afrit meðan dagur væri. í þeim er mikið um skammstaf-
anir, sum orð jafnvel táknuð með einum bókstaf. Petta
yrði mér miklum mun auðveldara en þeim sem eftir mig
koma því svið mannlífs undir Eyjafjöllum tók fyrir löngu
heima í hug mínum. En það er svo margt sem kallar að.
Undarleg tilfinning grípur mann við að lesa dagbækur
Einars dag frá degi, ár frá ári. Allt í einu er eins og
heil byggð rísi upp úr gröf eða tómi til nýs lífs. Maður
sér fyrir sér fólk við dagleg störf heima og heiman, á
landi og sjó, fylgist með örlögum þess, fæðingu og dauða.
Menn gera súðþak á kirkju sína, gefa henni hvelfingu í
stað skarsúðar, skipa þar sætum eftir gamalli venju og
mannvirðingum í húsi þess guðs sem ekki fer eftir mann-
virðingum. Bændur gera að bátum, reisa nýja, byrða,
bika súðir, gamall bátur fer í rof, snúin eru færi í seilar,
búinn til teinn, stjóri og hnútuband. Viður er kurlaður,
kurl sviðið til kola. Moltað er borið á völl, strúi rakaður
á engi. Menn fara vondum förum á fjöllum, tínast, farast
vofeiflega í sjó og vötnum.
Gesti ber að garði, farið er í ferðir, vitrir menn og
fróðir eiga mikið sálufélag saman, Páll í Árkvörn, Jón
á Múla, séra Skúli á Staðnum, Sighvatur í Eyvindarholti.
Maður veit alveg hvað um er rætt, búsáhyggjur ber ekki
hæst, saga lands og þjóðar er á oddinum, þjóðmál fá
sinn hlut en eru þó skör lægra, lögmál lífs og dauða ber
á góma. Petta er lifandi samfélag gamallar þjóðmenn-
ingar við ris nýs dags.
Goðasteinn
29