Goðasteinn - 01.06.1983, Page 33
undir gleri. Paijkull vissi vart nokkur skil þess að einn
besti skrifari landsins Benedikt Gröndal skáld hafði
skráð þessa minningu bóndans eða að sonur hans var al-
þingismaðurinn Sighvatur Árnason í Eyvindarholti, því
síst að höfundurinn var ólærður sóknarbóndi Einar Sig-
hvatsson. Paijkull hafði svo mikið við að birta grafskrift-
ina í ferðabók sinni 1868, íslenska textann og sænska
þýðingu hans til dæmis um eitt sérkenni íslenskrar sveita-
kirkju. Að sönnu var þetta aðeins einn angi þeirrar tísku
sem sjá mátti í flestum norrænum og íslenskum kirkj-
um á löngu tímabili, þar sem voru meira eða minna veg-
legar minningartöflur hefðarfólks.
Einar Sighvatsson samdi fjöldann allan af grafskrift-
um um andaða samtíðarmenn sína undir Eyjafjöllum,
konur og karla, rímaðar og órímaðar. Glöggt vitni þeirrar
iðju birtist í eitt sinn alþekktum orðum séra Björns
Porvaldssonar í Holti yfir gröf í Holtskirkjugarði. Kista
Guðrúnar Erlendsdóttur í Gerðakoti var komin ofan í
gröfina, séra Björn búinn að moldausa, og söngmenn
sungu sálminn: „Nú látum oss líkamann grafa," meðan
líkmenn mokuðu ofan í gröfina. Við hlið séra Birni stóð
lítt haldinn drengur, framhjátökubarn Valda í Gerðakoti,
manns Guðrúnar. Þar var og Þorvaldur Bjarnarson á
Núpakoti, verðandi stórbóndi á Þorvaldseyri. I lok yfir-
stöðu hjá gröfinni þreif séra Björn í öxl drengnum Katli
Valdasyni og sagði stundarhátt: „Ekki þarf Einar danne-
brogsmaður á Skála að slíta sér út á því að gera graf-
skrift eftir Guðrúnu í Gerðakoti, hérna er grafskriftin,
hérna er grafskriftin! Eða hvað finnst þér Þorvaldur á
Núpakoti?" ,,Ég sagði auðvitað ekki neitt, því þetta var
hneyksli," sagði Þorvaldur síðar.
Nokkrar grafskriftir Einars eru í frumriti í byggðasafn-
inu í Skógum og þarf ekki frekari vitna við um þessa
andlegu iðju sem svarað hefur ákveðinni þörf syrgjandi
Eyfellinga á liðinni öld. Grafskriftir eru líkt og gerðar
eftir ákveðinni formúlu, það er sjaldan að sár og heit til-
Goðasteinn
31