Goðasteinn - 01.06.1983, Page 35
skrifta lítinn stað. Af sendibréfum til Einars hafa aðeins
þrjú komist á mína vegu og öll úr bókbandi. Úr bandi
á íslenzkum kirkjurétti Jóns Péturssonar, sem verið hafði
í eigu Einars Sighvatssonar, fékk ég tvö slcjöl sem vörð-
uðu hreppstjórastarf undir Eyjafjöllum 1824. Sýnir það
að einnig var gripið til embættisskjala þegar þeirra var
ekki talin þörf í embættissýslu. Nokkru betur var borgið
bréfum Einars Sighvatssonar til annarra manna. Peirra
sér nokkurn stað í Pjóðskjalasafni, nokkur eru varðveitt
í bréfasafni Jóns Árnasonar í Konungsbókasafninu í
Kaupmannahöfn, tvö góð bréf til Páls í Árkvörn eru í
byggðasafninu í Skógum og er þá ekki allt fram talið.
Mein er að bi’éf Einars til séra Skúla Gíslasonar virðast
hafa glatast, eins og raunar allt bréfasafn séra Skúla.
Ekki tjáir þó að harma það sem horfið er, meginmáli
skiptir að hirða þeim mun betur um það sem eftir er
skilið.
Bækur á dreifingu
Einar á Skála dó 1878. Einhver skipti virðast hafa farið
fram á bóka- og handritasafni hans milli barna hans en
allt fór það fram án uppskriftar. Mest virðist hafa lent
hjá Jóni Einarssyni á Skála og Einari Einarssyni í Stein-
um, síðast á Bjólu í Holtum. Jón flutti til Vestmannaeyja
vorið 1908. í bátnum sem flutti hann frá heimahögum var
skrína með ófáum dýrgripum föður hans, þar var Sturl-
unga frá 1818, Árbækur Espólíns, Fjölnir, Vaysenhúss-
biblían frá 1747 og er þá fátt eitt talið. Margt var skilið
eftir heima.
Einar á Bjólu dó 1899. Bækur hans dreifðust. Oktovía
fékk nokkuð, Vigfús eitthvað. Bergur flutti frá Bjólu
fullt koffort af handritum og bókum. Hann fór út til
Kaupmannahafnar árið 1901 til náms í sútaraiðn. Áður
Goðasteinn
33