Goðasteinn - 01.06.1983, Side 41

Goðasteinn - 01.06.1983, Side 41
gekk lil þess að hafa bækur og blöð til dægrastyttingar. Dagleg föt voru fábrotin og aðeins búist um á hátíðum þegar farið var af bæ eða gengið til kirkju. Spariföt Sveins voru gerð úr heimaunnu, vönduðu vaðmáli, efnis- mikil, skjólgóð og saumuð af þeirri saumakonu sem best fékkst í sveitinni, Elínu á Efstu-Grund. Pau fóru á ná- brennuna sem gerð var fram frá bænum eftir Svein lið- inn og skyldi áður að því hugað að reyk legði ekki heim til húsa. Þá var ég of ungur til að forða gömlum fatnaði frá báli, en það gerði ég þegar Lauga dó og því geymi ég enn bekkjasjalið hennar sem var keypt í Bakkabúð- inni þjóðhátíðarárið 1874. Menning samtíðar og fortíðar var varðveitt hjá Sveini. Gömul minning vaknar til lífs. Barn berst við harðan hósta á vordægrum uns Sveinn segir: „Ég get ekki hlust- að á þetta lengur," og leið hans liggur inn í Holtsheiði til að tína ljónslappa til að sjóða af heilsulyf sem brátt linar og bætir hóstann. Enn er mér í fersku minni stund- in er Sveinn tók mig afsíðis til að segja mér frá bústað huldufólks í nánd við bæinn með bón um að gera því ekkert til miska. Frá þeim degi hef ég vitað að menn- irnir sitja ekki einir að því að ráða íslandi. Um líkt leyti kenndi Sveinn mér að þekkja skruggustein og því get ég geymt einn í safninu í Skógum og átt í honum vörn gegn reiðarslagi. Ég var 6 ára þegar það ævintýri gerðist að fyrstu raf- ljósin tóku að loga í sveitinni. Hæg voru heimatökin með að sjá þau hjá frændfólkinu í Moldnúpi, lítið meira en hálftímagaú^ur heiman frá Vallatúni. Einar frændi hafði í einu vetfangi svo að segja velt í rústir gamla torfbæn- um og byggt „nýjan, bjartan, hlýjan," yljaðan rafmagns- ofnum. Fagran haustdag labbaði Sveinn með okkur bræð- urna upp að Moldnúpi að sjá þessi undur og stórmerki. Okkur var að venju vel fagnað. Furðu slegið horfði barnið á það hvernig hreyfður var kopartakki uppi á vegg og skært ljós logaði í lofti. Goðasteinn 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.