Goðasteinn - 01.06.1983, Side 57
vart við sig og bóndinn, gamall maður, kom til dyra.
Pabbi spurði, hvort hann gæti fengið að liggja inni um
nóttina. Bóndinn taldi á því öll vandkvæði nema hann
gæti gert sér að góðu að liggja á gólfinu. Engin frágangs-
sök var það og pabbi fór þá með föggur sínar til bað-
stofu. Ekki var annað manna í heimili en bóndinn og
kona hans.
Á vökunni spann kelling þráð á rokk en kallinn táði
ull. Pabbi fékk einnig ullarlagð til að hafa á milli hand-
anna. Alla vökuna voru þau lcall og kelling að kveða og
þau kváðu til skiptis sömu vísuna, kellingin mjög mjó-
róma og kallinn að sama skapi dimmraddaður. Vísan var
gamall húsgangur:
Mig vill stanga mæðan snörp,
mér finnst langur skaðinn,
Ólafur svangi étur Jörp,
ég má ganga í staðinn.
Pabbi lá á pallinum um nóttina og hafði pokann sinn
fyrir kodda. Hann vaknaði fyrir fótaferð og hélt leiðar
sinnar með minninguna um þessa óvenjulegu kvöldvöku
í koti gömlu hjónanna."
Skrifpúlt! Sérstakur þokki fylgir gömlu skrifpúlti. Sýn
gefur til liðins tíma, maður situr á rúmi sínu með skrif-
púlt á hnjánum, gaufar í bókum og blöðum, sker penna,
festir hug sinn á blað. Skrifpúltið geymir að lokum við-
skipti og vinakynni langrar ævi, margan smáhlut, jafnvel
tryggðapant unnusta eða unnustu. Porbjörg á Rauðhálsi
dró fram skrifpúlt föður síns smíðað af Bergsteini á Dyr-
hólum, vandaða og trausta smíði. Hún lauk því upp. I
öðrum enda þess var fornfálegur. látúnsbúinn tóbaks-
baukur Porsteins á Rauðhálsi. Tvisvar hafði hann glat-
ast, í annað skiptið hafði sjórinn skolað honum upp í
fjöru, nú varðveitti hann minningu gamla bóndans.
Þarna sá ég Nýja Testamentið frá 1866 í fögru skinn-
Goðasteinn
55