Goðasteinn - 01.06.1983, Page 62

Goðasteinn - 01.06.1983, Page 62
Það var byrjað að kenna okkur að þekkja stafina þeg- ar við vorum 5 ára. Ekkert stafrófskver var til á heim- ilinu og mjög lítið af bókum annað en húslestrarbækur, Vídalínspostilla, Stúrmshugvekjur, bænakver, sálmabæk- ur, Passíusálmar og Nýja Testamenti, allar með gotnesku letri. Var mér, og ég held öllum eldri börnum, kennt að stafa í hugvekjunum. Það var gömul kona í heimilinu sem kenndi okkur að þekkja stafina og læra að lesa. Aðrar námsgreinar voru ekki nefndar. Þegar við vorum orðin 9—10 ára, vorum við látin byrja að læra Kverið. Var okkur sett fyrir, sagt hvað mikið við áttum að læra á dag, fyrst hálf blaðsíða eða minna og svo heil blað- síða þegar fram í sótti og betur fór að ganga. Var það létt verk fyrir börn sem áttu hægt með að læra, en fyrir tornæm börn hefur þetta víst verið nóg. Mest áhersla var lögð á að lært væri orðrétt og kunnað vel en lítið átt við að skýra það sem lært var, það átti presturinn að gera. Skal ég skjóta hér inn í dálitlum kafla um viðskipti mín og prestanna á þeim árum: Fyrsti presturinn sem ég man eftir hét sr. Björn Þor- valdsson, mikill barnavinur og hestavinur en nokkuð hneigður til vínnautnar og þá stundum nokkuð óvæginn við náungann. En aldrei hafði hann drukkið ef hann átti að sinna embættisverkum, hvorki á sunnudögum né við aukaverk. Fyrstu kynni mín af séra Birni voru þau sem nú skal greina: Pað var við húsvitjun. Ég hef verið 7 eða 8 ára. Prestur var með dálítið kver sem hann lét mig lesa í. Opnaði hann kverið og benti með vísifingri á hvar ég átti að byrja. Fingurinn var stór og tók yfir margar línur, sýndist mér, svo ég var í vandræðum, hvar ég ætti að byrja og var víst kominn að því að gefast upp. En prestur varð þá svo góður við mig að ég gat byrjað þar sem mér sýndist líklegast. En ekki varð lesturinn langur, því ekki var ég búinn með nema tvær eða þrjár línur, þegar prestur klappar á herðarnar á mér og segir: „Hættu, hættu. Þú lest betur en ég.“ Eftir það gat ég 60 Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.