Goðasteinn - 01.06.1983, Side 63

Goðasteinn - 01.06.1983, Side 63
ókvíðinn lesið hjá honum þegar hann húsvitjaði þau fáu ár sem hann átti þá eftir ólifuð. Næsti prestur sem ég kynntist var séra Hannes Step- hensen prestur í Fljótshlíðarþingum. Þá var ég 12 ára og var þá búinn að læra Kverið, það er að segja allt nema smáa stílinn. Pað hefur víst verið Balle kverið. Prestur vildi að ég lærði líka smáa stílinn og ekki nóg með það, hann skipaði mér að læra Biblíusögur að auki, og var ég síst þakklátur fyrir þær ráðstafanir til að byrja með. En svo varð ég allvel ánægður þegar fram í sótti, því í Biblíusögunum voru margar sögur sem gaman var að lesa. Séra Hannes þjónaði hér aðeins eitt ár, eða þangað til prestakallið var veitt. Pá kom séra Sveinbjörn Guð- mundsson — 1875, dáinn 1885 —. Hann fermdi mig. Vet- urinn eftir að ég var fermdur, bauð prestur föður mínum að taka mig mánaðartíma til þess að kenna mér skrift og reikning. Var ég réttan mánuð hjá pi'esti, og kenndi sonur hans, Jón, mér skrift og reikning og lítið eitt í landafræði. Hafði ég ekki fyrri reynt að draga til stafs né að leggja saman 1 og 2, og því síður hafði ég lesið landafræði, þá bók hafði ég ekki séð fyrri. Þessi mán- aðartími var eini tíminn sem ég naut nokkurrar kennslu í þeim fræðigreinum sem ég hefi nefnt, eða með öðrum orðum, mín eina skólavera. Ekki var nein föst regla um það hvað langur tími var ætlaður til lærdóms á dag, við áttum að læra það sem okkur var sett fyrir „í dag," en hvort við lukum því á lengri eða skemmri tíma var ekki ákveðið, en heldur mun þó hafa verið hert á okkur að vera ekki mjög lengi, og víst er um það að hrósað var okkur þegar við vorum fljót að læra. Við áttum að læra í fjósinu, því ekki var annar hentugur staður til þess, þar var hlýjast og fæst sem truflaði. Eins og áður er tekið fram, var fátt af bókum á heim- ilinu og þessvegna um litla fræðslu að tala á því sviði. Goðasteinn 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.