Goðasteinn - 01.06.1983, Side 64
En fólkið kunni mikið af sálmum, kvæðum og sögum,
og var óspart ausið af þeim brunnum þegar tími var til,
en vinnan var víst fyrsta og æðsta boðorðið á þeim ár-
um, það var aðalreglan á mínu heimili, og svo mun víð-
ast hafa verið að börnin voru látin hjálpa til við allt sem
þau gátu svo fljótt sem unnt var, svo sem að vera í fjósi,
fyrst með öðrum og svo ein úr því þau voru orðin 10—12
ára, og svo ýmsa snúninga úti við.
Á kvöldin var það ullarvinna sem allt snerist um. Þar
gátu börn og unglingar flýtt fyrir eldra fólkinu með því
að tæja ull, vinda af snældum, tvinna o. s. frv. Allt fólkið
sat í baðstofunni, sem líka var eina svefnherbergið. Var
henni skipt í tvennt og sváfu hjónin, foreldrar mínir, í
innra herberginu og nokkur af börnunum en vinnufólkið
í því ytra. Oft voru fengnar lánaðar sögur eða rímur af
öðrum bæjum og þær lesnar eða kveðnar og þótti það
stytta vökurnar. Man ég sérstaklega eftir Fornaldarsög-
um Norðurlanda, Ólafs sögu Tryggvasonar og Jómsvík-
ingasögu, og ég man hvað ég hataði Hákon Hlaðajarl á
þeim árum fyrir það sem Jómsvíkingasaga segir af hon-
um.
Þegar ekkert var að lesa, var helsta skemmtunin að
segja sögur, geta gátur (þar komu Hervarar saga og Heið-
reks, gátur Gestumblinda í góðar þarfir), kveðast á og
kveða það sem fólk kunni af rímum og kvæðum. Var
það einkum gömul kona, önnur en sú sem kenndi okkur
að lesa, sem kunni mikið í bundnu máli. Stundum voru
það líka sögur úr daglega lífinu sem voru sagðar. Faðir
minn hafði verið sjómaður á opnum bátum frá því hann
var fermdur og hafði frá mörgu að segja sem að sjó-
mennsku laut, og vinnumennirnir gátu sagt langar ferða-
sögur, þegar menn fóru héðan undan Eyjafjöllum suður
með öllum Faxaflóa að sækja harðfisk o. fl. Voru þær
sögur yfirleitt vel til þess fallnar að vekja kjark og
karlmannshug hjá unglingunum sem oftast treystu sér
til að verða ekki minni menn en gömlu mennirnir höfðu
62
Goðasteinn