Goðasteinn - 01.06.1983, Síða 64

Goðasteinn - 01.06.1983, Síða 64
En fólkið kunni mikið af sálmum, kvæðum og sögum, og var óspart ausið af þeim brunnum þegar tími var til, en vinnan var víst fyrsta og æðsta boðorðið á þeim ár- um, það var aðalreglan á mínu heimili, og svo mun víð- ast hafa verið að börnin voru látin hjálpa til við allt sem þau gátu svo fljótt sem unnt var, svo sem að vera í fjósi, fyrst með öðrum og svo ein úr því þau voru orðin 10—12 ára, og svo ýmsa snúninga úti við. Á kvöldin var það ullarvinna sem allt snerist um. Þar gátu börn og unglingar flýtt fyrir eldra fólkinu með því að tæja ull, vinda af snældum, tvinna o. s. frv. Allt fólkið sat í baðstofunni, sem líka var eina svefnherbergið. Var henni skipt í tvennt og sváfu hjónin, foreldrar mínir, í innra herberginu og nokkur af börnunum en vinnufólkið í því ytra. Oft voru fengnar lánaðar sögur eða rímur af öðrum bæjum og þær lesnar eða kveðnar og þótti það stytta vökurnar. Man ég sérstaklega eftir Fornaldarsög- um Norðurlanda, Ólafs sögu Tryggvasonar og Jómsvík- ingasögu, og ég man hvað ég hataði Hákon Hlaðajarl á þeim árum fyrir það sem Jómsvíkingasaga segir af hon- um. Þegar ekkert var að lesa, var helsta skemmtunin að segja sögur, geta gátur (þar komu Hervarar saga og Heið- reks, gátur Gestumblinda í góðar þarfir), kveðast á og kveða það sem fólk kunni af rímum og kvæðum. Var það einkum gömul kona, önnur en sú sem kenndi okkur að lesa, sem kunni mikið í bundnu máli. Stundum voru það líka sögur úr daglega lífinu sem voru sagðar. Faðir minn hafði verið sjómaður á opnum bátum frá því hann var fermdur og hafði frá mörgu að segja sem að sjó- mennsku laut, og vinnumennirnir gátu sagt langar ferða- sögur, þegar menn fóru héðan undan Eyjafjöllum suður með öllum Faxaflóa að sækja harðfisk o. fl. Voru þær sögur yfirleitt vel til þess fallnar að vekja kjark og karlmannshug hjá unglingunum sem oftast treystu sér til að verða ekki minni menn en gömlu mennirnir höfðu 62 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.