Goðasteinn - 01.06.1983, Síða 66
cluglegri voru. Hygg ég að sú aðferð hafi haft mikil bæt-
andi áhrif bæði til fyrirmyndar og eftirbreytni.
Pegar ekki kölluðu nein sérstök störf að, máttum við
leika okkur úti ef veður leyfði. Voru það þá ýmsir barna-
leikir sem hafðir voru til skemmtunar, ef elcki kölluðu
búskaparannir að hjá okkur, því við þurftum líka að
hugsa um búskapinn eins og eldra fólkið. Við áttum all-
margt af fénaði, leggi og kjálka og stundum skeljar, og
fyrir allt þetta þurfti hús. Petta var fénaðurinn: hestar,
nautgripir og sauðfé. Við húsabyggingarnar gátum við
lært verkstjórn og hagsýni í verkum og var þá gott að
hafa unnið með eldra fólkinu og séð hvernig hinu eða
þessu hafði verið hagað. Um bóklestur þurfti ekki að
hugsa um sumartímann og því mátti nota frístundirnar
eins og best þótti henta.
Það sem hér hefur verið sagt, er það helsta sem ég
man um kennslu barna, það er að segja okkar systkina
á bernsku- og æskuárum, eða fram undir fermingu. En
þá kom að því að börnin fóru að ganga til prestsins.
Barnaspurningar byrjuðu venjulega með langaföstu.
Spurði þá presturinn aðeins á sunnudögum eftir messu
fram að páslcum. Voru það þá börn 13 og 14 ára sem
spurð voru, en eftir páska voru aðeins eldri börnin, þ. e.
fermingarbörnin, sem áttu að koma til prestsins. Áttu
þau nú að koma til yfirheyrslu einu sinni eða tvisvar í
viku eftir ástæðum prestsins þangað til fermingin færi
fram sem venjulega var um hvítasunnu. Með fermingunni
var svo allri lögboðinni fræðslu lokið, að því viðbættu
að prestar létu börnin koma einu sinni til spurninga og
fræðslu veturinn eftir ferminguna.
Ég hefi nú litlu við þetta að bæta öðru en kafla úr
minni eigin sögu, og kalla ég að upphafið á þeim kafla
sé sá mánaðartími sem ég var hjá sóknarprestinum vet-
urinn eftir að ég var fermdur og sem ég hefi áður minnst
á. Þegar ég kom heim, var ég réttra 15 ára og tæpri nóttu
síðar var ég látinn fara í útver eins og þá var kallað og
64
Goðasteinn