Goðasteinn - 01.06.1983, Side 68

Goðasteinn - 01.06.1983, Side 68
bókasafn í Eyjunum svo það var hægt fyrir námfúsa unglinga að nota sér þá góðu aðstöðu, en þeir voru ot' fáir sem það gerðu. Pessi tvö heimili eru í mínum augum eins og smá- mynd af þjóðinni eins og hún var á þeim árum. Ég man ekki eftir fleiru sérstöku viðvíkjandi barna- og unglingafræðslunni sem mér finnst ástæða að skýra frá, en skal að lokum geta þess að sú fræðsla sem ég hef aflað mér fram yfir það sem hér hefur verið talið og sem hefur gert mér fært að gegna flestum þeim opin- berum störfum sem alþýðumönnum eru falin hér á landi er mest fengin með lestri góðra bóka og svo af umgengni og samskiptum við menntaða menn. Bækurnar eru mér sá fjársjóður sem ómögulegt er að meta til peninga. Ritgerð Jóns Sveinbjarnarsonar Um haustið 1876 bauð Jón Sveinbjarnarson, nú sátta- maður á Ysta-Skála, sveinum sem komnir voru fram yfir fermingu í Holtssókn (nú Ásólfsskálasókn) að koma til sín á hverjum sunnudegi fram að vertíð til þess að læra hjá sér skrift og reikning fyrir ekkert. Éetta boð þáðu flestir þeirra, þar á meðal tveir sem ekki komu nema tvo fyrstu dagana og fóru þeir jafngóðir af Jóni. Kenndi Jón um heimilislífi þeirra beggja og varð ekki við gjört. Báðir sveinarnir eru nú vel efnaðir bændur í sókninni, en lítt gjöra þeir að leturgjörð. Annar þeirra átti að rita nafn sitt á áríðandi skjal á manntalsþingi í hreppnum, þegar Einar Benediktsson var hér sýslumaður. Bóndinn kvaðst ekki kunna að skrifa. „Ég skal kenna yður að skrifa nafnið yðar með eintómum strikum og hálfboga," sagði Einar, og svo fór hann að sýna honum hvernig ætti að skrifa þannig, t. d. Eyjólfur, en bóndinn fékkst ekki til að reyna þetta og varð svo að orða skjalið þannig að hans nafn þurfti ekki að standa á því. 66 Goðasteinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.