Goðasteinn - 01.06.1983, Page 68
bókasafn í Eyjunum svo það var hægt fyrir námfúsa
unglinga að nota sér þá góðu aðstöðu, en þeir voru ot'
fáir sem það gerðu.
Pessi tvö heimili eru í mínum augum eins og smá-
mynd af þjóðinni eins og hún var á þeim árum.
Ég man ekki eftir fleiru sérstöku viðvíkjandi barna-
og unglingafræðslunni sem mér finnst ástæða að skýra
frá, en skal að lokum geta þess að sú fræðsla sem ég
hef aflað mér fram yfir það sem hér hefur verið talið og
sem hefur gert mér fært að gegna flestum þeim opin-
berum störfum sem alþýðumönnum eru falin hér á landi
er mest fengin með lestri góðra bóka og svo af umgengni
og samskiptum við menntaða menn. Bækurnar eru mér
sá fjársjóður sem ómögulegt er að meta til peninga.
Ritgerð Jóns Sveinbjarnarsonar
Um haustið 1876 bauð Jón Sveinbjarnarson, nú sátta-
maður á Ysta-Skála, sveinum sem komnir voru fram yfir
fermingu í Holtssókn (nú Ásólfsskálasókn) að koma til
sín á hverjum sunnudegi fram að vertíð til þess að læra
hjá sér skrift og reikning fyrir ekkert. Éetta boð þáðu
flestir þeirra, þar á meðal tveir sem ekki komu nema tvo
fyrstu dagana og fóru þeir jafngóðir af Jóni. Kenndi
Jón um heimilislífi þeirra beggja og varð ekki við gjört.
Báðir sveinarnir eru nú vel efnaðir bændur í sókninni,
en lítt gjöra þeir að leturgjörð. Annar þeirra átti að rita
nafn sitt á áríðandi skjal á manntalsþingi í hreppnum,
þegar Einar Benediktsson var hér sýslumaður. Bóndinn
kvaðst ekki kunna að skrifa. „Ég skal kenna yður að
skrifa nafnið yðar með eintómum strikum og hálfboga,"
sagði Einar, og svo fór hann að sýna honum hvernig ætti
að skrifa þannig, t. d. Eyjólfur, en bóndinn fékkst ekki
til að reyna þetta og varð svo að orða skjalið þannig að
hans nafn þurfti ekki að standa á því.
66
Goðasteinn