Goðasteinn - 01.06.1983, Side 83
ós, vildu endilega fá mig í vinnu. Var ég svo hjá þeim
þangað til fyrir eitthvað tveim til þrem árum. Pá þurfti
ég að dveljast á sjúkráhúsi um tíma og gat lítið gert
eftir það. En þeir Selósingar, Hilmar, Skarphéðinn og
Stefán, reyndust mér þá sérstaklega vel og mátti ég til
dæmis alveg ráða vinnutíma mínum sjálfur.
En svo að ég snúi mér að dulrænum fyrirbærum, sem
ég hef lítillega orðið var við á lífsleiðinni, þá er nú svo
sem ekki frá rniklu að segja. Samt er það svo, að segi
maður ungu fólki nú á dögum frá einhverju slíku, þá
trúir það einfaldlega ekki og heldur bara að maður sé
að skrökva. Ég hafði svo sem heyrt að vera ætti einhver
ókyrrð í Móeiðarhvolshjáleigu, áður en ég fluttist þangað,
og var það í almæli á þessum slóðum. Nokkrum árum
á undan mér hafði búið þar Böðvar Böðvarsson, bróðir
Sveins Böðvarssonar á Uxahrygg. Sveinn var einhvern-
tíma á ferðalagi og gisti þá í Hjáleigunni, því að hann
komst eltki fram yfir ána sakir flóða. Það sagði hann
mér síðar að aldrei mundi hann gista þar aðra nótt, svo
að einhvers hefur hann orðið var. Hann sagði mér þó
ekkert nánar frá þessu.
Pegar við fluttumst á jörðina, hafði hún að mestu verið
í eyði um tveggja ára skeið og var bærinn orðinn dálítið
hrörlegur. Petta var torfbær með baðstofu og nokkuð
löngum bæjargöngum. Fyrsta kvöldið okkar þarna fórum
við seint að sofa, því að í mörg horn var að líta við bú-
ferlaflutninginn. En ekki höfðum við lengi sofið, þegar
konan vaknar við einhvern feikna gauragang frammi í
bæjargöngunum. Vakti hún mig þá fljótlega og spyr hvað
eiginlega gangi á þarna frammi. „Pað getur ekkert verið,"
sagði ég, enda höfðum við hvorki hund né kött með
okkur. Ég vildi sem minnst gera úr þessu, því að hjá
okkur var öldruð vinnukona, sem ég vissi að alveg
mundi tryllast, ef hún fengi pata af einhverri ókyrrð í
bænum. Ég fór því að sofa aftur og við bæði. En næstu
nótt hugsaði ég mér að vaka til að sannreyna, hversu
Goðasteinn
81