Goðasteinn - 01.06.1983, Page 84
mikil brögð væru að þessu. Lét ég konurnar samt ekkert
vita um þá fyrirætlun mína. Um kvöldið hélt ég mér
vakandi, tíminn leið og ekkert gerðist fram yfir miðnætti.
En um klukkan eitt upphófst skyndilega óskaplegur
fyrirgangur frammi í bænum. Eað voru dunur og dynkir.
svo að stundum var því líkast sem verið væri að stökkva
ofan af veggjum og annað eftir því. Einnig kváðu við
sífelldir hurðarskellir og var ég á nálum um að bað-
stofuhurðinni yrði hent upp á hverri stundu. Það hvarfl-
aði að mér að fara fram, en ekki kom ég því í verk, enda
líklegast að þá yrði ég einskis var. Þessi ólæti stóðu yfir
í um það bil stundarfjórðung og svo datt allt skyndilega
í dúnalogn. Ég tók það samt fyrir að vaka áfram og var
allt kyrrt og hljótt til klukkan þrjú. Þá byrjuðu þessi
ósköp aftur, svo að allt lék á reiðiskjálfi. En einnig þetta
þagnaði um síðir og var allt hljótt til um það bil klukkan
fimm. Þá byrjaði þriðja hrinan og var hún mjög lík þeim
tveim fyrri. Að þessu loknu fór ég að sofa og svaf fram
á dag. Ekki get ég sagt að ég fyndi til nokkurs ótta við
þessi læti í bænum, en þreyttur var ég orðinn af að vaka.
Eftir að ég var kominn á stjá daginn eftir, tók ég hest
minn og reið niður að Bakkakoti. Hafði ég í hyggju að
fá pabba með mér uppeftir og biðja hann að vaka með
mér næstu nótt, svo að ég væri ekki einn til frásagna
um þennan furðulega umgang. Hann tók erindi mínu vel
og riðum við saman uppeftir. En á leiðinni komum við
að Vestra-Fróðholti og stönsuðum þar nokkra stund. Þar
var fyrir Filippus gamli Vilhjálmsson eða Pusi. Var hann
forn í skapi og taldi sig kunna sitthvað fyrir sér. Eitt-
hvað barst ókyrrðin í Móeiðarhvolshjáleigu í tal við hann.
Þegar við vorum að leggja af stað aftur, kemur Pusi til
mín og segir: „Ég á hérna gamla svartviðarhríslu. Skuluð
þið nú taka hana með ykkur og sópa með henni allan
frambæinn í átt til útidyra í kvöld." „Ertu vitlaus," segi
ég þá við hann. „Heldurðu að ég ansi svona löguðu rugli."
Þá kom pabbi þarna að og tók hann við hríslunni af
82
Goðasteinn