Goðasteinn - 01.06.1983, Qupperneq 84

Goðasteinn - 01.06.1983, Qupperneq 84
mikil brögð væru að þessu. Lét ég konurnar samt ekkert vita um þá fyrirætlun mína. Um kvöldið hélt ég mér vakandi, tíminn leið og ekkert gerðist fram yfir miðnætti. En um klukkan eitt upphófst skyndilega óskaplegur fyrirgangur frammi í bænum. Eað voru dunur og dynkir. svo að stundum var því líkast sem verið væri að stökkva ofan af veggjum og annað eftir því. Einnig kváðu við sífelldir hurðarskellir og var ég á nálum um að bað- stofuhurðinni yrði hent upp á hverri stundu. Það hvarfl- aði að mér að fara fram, en ekki kom ég því í verk, enda líklegast að þá yrði ég einskis var. Þessi ólæti stóðu yfir í um það bil stundarfjórðung og svo datt allt skyndilega í dúnalogn. Ég tók það samt fyrir að vaka áfram og var allt kyrrt og hljótt til klukkan þrjú. Þá byrjuðu þessi ósköp aftur, svo að allt lék á reiðiskjálfi. En einnig þetta þagnaði um síðir og var allt hljótt til um það bil klukkan fimm. Þá byrjaði þriðja hrinan og var hún mjög lík þeim tveim fyrri. Að þessu loknu fór ég að sofa og svaf fram á dag. Ekki get ég sagt að ég fyndi til nokkurs ótta við þessi læti í bænum, en þreyttur var ég orðinn af að vaka. Eftir að ég var kominn á stjá daginn eftir, tók ég hest minn og reið niður að Bakkakoti. Hafði ég í hyggju að fá pabba með mér uppeftir og biðja hann að vaka með mér næstu nótt, svo að ég væri ekki einn til frásagna um þennan furðulega umgang. Hann tók erindi mínu vel og riðum við saman uppeftir. En á leiðinni komum við að Vestra-Fróðholti og stönsuðum þar nokkra stund. Þar var fyrir Filippus gamli Vilhjálmsson eða Pusi. Var hann forn í skapi og taldi sig kunna sitthvað fyrir sér. Eitt- hvað barst ókyrrðin í Móeiðarhvolshjáleigu í tal við hann. Þegar við vorum að leggja af stað aftur, kemur Pusi til mín og segir: „Ég á hérna gamla svartviðarhríslu. Skuluð þið nú taka hana með ykkur og sópa með henni allan frambæinn í átt til útidyra í kvöld." „Ertu vitlaus," segi ég þá við hann. „Heldurðu að ég ansi svona löguðu rugli." Þá kom pabbi þarna að og tók hann við hríslunni af 82 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.