Goðasteinn - 01.06.1983, Blaðsíða 87
inum, því að líklegt sé að hann deyi og ekki sé að vita
hvernig hann taki því. En ég fékk engan með mér og
vakti einn. Upp úr miðnóttinni, eitthvað um klukkan tvö,
kom það fram sem Ágústa óttaðist. Pá reis sjúklingurinn
skyndilega upp og hugðist snara sér út um gluggann.
Póttist hann þá endilega þurfa að fara niður í beituskúr
til að tala við strákana, sem þar voru að störfum. Ég
reyndi að róa hann og sagðist mundu fara með honum
til strákanna strax daginn eftir. Tók ég hann svo í fangið,
bar hann úr glugganum, lagði hann í rúmið og breiddi
ofan á hann. Þar lá hann síðan og virtist rólegur. Það
var þó aðeins helfró, því að eftir svo sem fimm mínútur
greip hann ákafur skjálfti, svo að hann nötraði allur eins
og hrísla í vindi. En þetta stóð ekki lengi, því að í næstu
andrá að kalla var hann skilinn við. Þegar svo var komið,
fór ég út og gekk heim til Ágústu. Hafði hún beðið mig
að koma, hvenær sem væri nætur, ef hann dæi, af því að
þá vildi hún koma til að ganga frá líkinu. Þetta var dálítið
löng leið, svarta náttmyrkur og engin götuljós í þá daga.
Eitthvað leið mér einkennilega eftir að ég kom út í næt-
ursvalann og fann ég þá til myrkfælni í eina skiptið á
ævinni. Ég komst þó alla leið og vakti upp hjá Ágústu.
Kom hún síðan með mér og gekk frá líkinu eins og hún
vildi hafa það. Við urðum síðan samferða mikinn hluta
leiðarinnar heim og fann ég þá ekki lengur til nokkurs
geigs.
Þessi mágur minn var svo jarðaður eins og gerist og
gengur. Ég var einn af líkmönnunum og einnig áttu þar
að vera tveir formenn í Eyjum, sem hinn látni hafði
beðið um þennan greiða. Annar þessara manna kom á
tilsettum tíma til að bera kistuna, en hinn skilaði sér
ekki. Hann var þá úti á sjó við veiðar og gaf sér ekki
tíma til að skreppa í land til að lyfta þessum kunningja
sínum síðasta spölinn. Eitthvað bar samt fyrir hann af
þessu tilefni, en aldrei fengu strákarnir upp úr honum,
Goðasteinn
85