Goðasteinn - 01.06.1983, Qupperneq 87

Goðasteinn - 01.06.1983, Qupperneq 87
inum, því að líklegt sé að hann deyi og ekki sé að vita hvernig hann taki því. En ég fékk engan með mér og vakti einn. Upp úr miðnóttinni, eitthvað um klukkan tvö, kom það fram sem Ágústa óttaðist. Pá reis sjúklingurinn skyndilega upp og hugðist snara sér út um gluggann. Póttist hann þá endilega þurfa að fara niður í beituskúr til að tala við strákana, sem þar voru að störfum. Ég reyndi að róa hann og sagðist mundu fara með honum til strákanna strax daginn eftir. Tók ég hann svo í fangið, bar hann úr glugganum, lagði hann í rúmið og breiddi ofan á hann. Þar lá hann síðan og virtist rólegur. Það var þó aðeins helfró, því að eftir svo sem fimm mínútur greip hann ákafur skjálfti, svo að hann nötraði allur eins og hrísla í vindi. En þetta stóð ekki lengi, því að í næstu andrá að kalla var hann skilinn við. Þegar svo var komið, fór ég út og gekk heim til Ágústu. Hafði hún beðið mig að koma, hvenær sem væri nætur, ef hann dæi, af því að þá vildi hún koma til að ganga frá líkinu. Þetta var dálítið löng leið, svarta náttmyrkur og engin götuljós í þá daga. Eitthvað leið mér einkennilega eftir að ég kom út í næt- ursvalann og fann ég þá til myrkfælni í eina skiptið á ævinni. Ég komst þó alla leið og vakti upp hjá Ágústu. Kom hún síðan með mér og gekk frá líkinu eins og hún vildi hafa það. Við urðum síðan samferða mikinn hluta leiðarinnar heim og fann ég þá ekki lengur til nokkurs geigs. Þessi mágur minn var svo jarðaður eins og gerist og gengur. Ég var einn af líkmönnunum og einnig áttu þar að vera tveir formenn í Eyjum, sem hinn látni hafði beðið um þennan greiða. Annar þessara manna kom á tilsettum tíma til að bera kistuna, en hinn skilaði sér ekki. Hann var þá úti á sjó við veiðar og gaf sér ekki tíma til að skreppa í land til að lyfta þessum kunningja sínum síðasta spölinn. Eitthvað bar samt fyrir hann af þessu tilefni, en aldrei fengu strákarnir upp úr honum, Goðasteinn 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.