Goðasteinn - 01.06.1983, Page 88
hvað það var. Pó á hann að hafa sagt að það mætti
standa illa á fyrir sér, ef hann sinnti því ekki, þegar
hann væri beðinn um að vera líkmaður öðru sinni.
Nokkru eftir þessa jarðarför dreymdi konu eina í
Eyjum að maður þessi kemur til hennar og er harla
dapur í bragði. Kvartar hann mjög yfir kulda á fótunum
og biður um að úr því verði bætt hið fyrsta. Konan heim-
sótti þegar ekkju mannsins og segir henni frá draumi
sínum. Petta varð til þess að ekkjan kom til mín og bað
mig að ganga upp í kirkjugarð til að athuga leiðið. Fór
ég þegar þangað og tók með mér skóflu. Uppi í garð-
inum skoðaði ég leiðið vandlega og sá ekki betur en að
það væri nákvæmlega eins og við skildum við það. Ég
hreyfði því ekki við neinu, en fór til konunnar og sagði
henni að þetta hlyti að vera einhver vitleysa, því að ekk-
ert væri að. Mér sýndist sem konunni féllu ekki þessi
erindislok mín og virtist hún ósátt við þessa niðurstöðu.
Ég lét hana samt ekkert vita um það, en labbaði upp í
garð aftur. Skoðaði ég þá leiðið miklu betur en í fyrri
ferðinni. Meðal annars tók ég þökurnar af til fóta. Þar
sá ég strax að lausamoldin hafði skilið sig frá grafar-
veggnum og var þar komið op svo langt niður sem ég
gat stungið skóflunni. Ég mokaði mold ofan í þetta tóma-
rúm, fyllti upp og þjappaði vel niður. Síðan þakti ég
aftur yfir og gekk frá leiðinu á ný sem best ég kunni.
Eftir þetta hætti maðurinn að birtast fólki í draumi og
kvarta yfir fótakulda. Gerði hann ekki framar vart við
sig eftir því sem ég best veit.
Petta er skráð eftir frásögn Jóns Pálssonar, Fossheiði
5 á Selfossi, sumarið 1982. — J. R. H.
86
Goðasteinn