Goðasteinn - 01.06.1983, Page 91

Goðasteinn - 01.06.1983, Page 91
löngu, uns lent var á flugvelli skammt frá Rönne og þar með hófst þetta ævintýri, sem var að fá að kynnast þessu fagra og sérstæða, en nokkuð einangraða eylandi Dana- veldis. Borgundarhólmur er 588 ferldlómetrar að flatarmáli og þar með hin fimmta af dönsku eyjunum að stærð. Aðeins Sjáland, norðurjóska eyjan, Fjón og Láland eru stærri. Undirstöðuberg eyjarinnar er granít og gneis líkt og í Svíþjóð og Noregi og því allt öðruvísi en á öðrum dönskum eyjum, þar sem lcalk, sandur og leir eru alls- ráðandi. Að lögun er eyjan eins og talsvert skeklctur fer- hyrningur, strendur víða sæbrattar, talsvert vogskornar og hömrum girtar hér og þar. En hið efra á eyjunni er hæðótt flatlendi sem víða nær um og yfir hundrað metra hæð yfir sjó. Flæsti tindurinn rís upp í 162 metra hæð og er það alls ekki svo lítið á danskan mælikvarða. Mestur hluti Borgundarhólms er gróið land, þar sem skiptast á akrar og skógar, mýrar og móar, tún og engi. þar eru einnig stöðuvötn, tjarnir og lækir, en varla er hægt að segja að þar finnist ár, þótt heimamenn vilji telja svo. Loks er þar að finna klappir með fornum hellu- ristum, ýmis konar bautasteina og grafarhauga frá löngu liðnum öldum og margt fleira. Á 19. öld hafði fornum skógum eyjarinnar verið eytt að mestu, en þá hófust íbúarnir handa við að rækta nýja skóga og tókst svo vel að nú eru yfir hundrað ferldlómetrar eða um 20% lands- ins vaxin hinum ágætasta nytjaskógi. íbúar Borgundarhólms eru tæplega 50 þúsund og hef- ur svo haldist nokkuð lengi. Um helmingur þeirra á heima í bæjunum Rönne, Nexö, Flasle og Svaneke. Rönne er með um 15 þúsund íbúa eða áþekk Akureyri að stærð. Höfuðatvinnuvegir landsmanna eru frá fornu fari land- búnaður og fiskiveiðar. Iðnaður hefur löngum verið tals- verður og hafa menn til dæmis framleitt þar byggingar- efni margs konar, eins og múrsteina og fleira. Pá hafa Borgundarhólmarar getið sér mikið orð hin síðari ár Goðasteinn 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.