Goðasteinn - 01.06.1983, Side 93
ritarar frá löngu liðnum atburðum, svo að ekki er um
neinar samtímaheimildir að ræða. í þessum sögum
spretta fram fullhugarnir Búi digri, Sveinn kápa, Vagn
Ákason og ýmsir aðrir ævintýramenn frá Borgundarhólmi
sem gaman er að minnast.
Af slíkum sögnum er Ijóst að víkingar hafa verið mik-
ils ráðandi á Borgundarhólmi um skeið og virðist tals-
vert lengi hafa eimt eftir af anda og athöfnum víkinga-
aldarinnar. í Knytlingasögu segir til dæmis frá jarli ein-
um í eyjunni á elleftu öld. Hann hét Egill Ragnarsson
og var nefndur Blóð-Egill. Sú nafngift kom til af því, að
í herferð gegn Vindum, sem bjuggu sunnan Eystra-
saltsins, var sagt að Egill þessi hefði slökkt þorsta sinn
með því að drekka kjölvatn skipsins, en það var þá orðið
mjög litað blóði óvinanna. Petta þótti illt og var Egill
jarl ákærður fyrir heiðni, en menn áttu þá að heita vera
orðnir kristnir. Hann varði sig fimlega og bar við áköfum
þorsta, en öll vatnsílát skipsins hefðu verið brotin í hita
bardagans. Slapp hann þá við frekari ákærur, en var gert
að skrifta. Hann hét því, en dró það samt endalaust á
langinn. Konungurinn, sem þá var Knútur helgi, hafði
á honum góðar gætur. Loks þegar svo sannaðist sjórán
á Egil lét konungur grípa hann og hengja í hæsta tré,
sem hægt var að finna á Borgundarhólmi.
Þegar þessi sjálfráði jarl var úr sögunni, var að mestu
úti um allt sjálfstætt framtak heimamanna á Borgundar-
hólmi. Fólkið var kristnað og á elleftu öld komst eyjan
að mestu undir yfirráð erkibiskupsins í Lundi. Var þá
tekið að reisa kirkjur og standa sumar þeirra fram á
þennan dag sem fagrir og óbrotgjarnir minnisvarðar um
sigur kristninnar. En þótt erkibiskup væri voldugur og
notaði Borgundarhólm sem eins konar mjólkurkú, þá
vildi konungur Dana einnig hafa nokkra hönd í bagga á
eyjunni. Hlutust af þessum sökum langvinnar erjur og
stríðsátök milli hins andlega og veraldlega valds og valt
á ýmsu í þeim viðskiptum. Erkibiskup hóf á þessum
Goðasteinn
91