Goðasteinn - 01.06.1983, Page 93

Goðasteinn - 01.06.1983, Page 93
ritarar frá löngu liðnum atburðum, svo að ekki er um neinar samtímaheimildir að ræða. í þessum sögum spretta fram fullhugarnir Búi digri, Sveinn kápa, Vagn Ákason og ýmsir aðrir ævintýramenn frá Borgundarhólmi sem gaman er að minnast. Af slíkum sögnum er Ijóst að víkingar hafa verið mik- ils ráðandi á Borgundarhólmi um skeið og virðist tals- vert lengi hafa eimt eftir af anda og athöfnum víkinga- aldarinnar. í Knytlingasögu segir til dæmis frá jarli ein- um í eyjunni á elleftu öld. Hann hét Egill Ragnarsson og var nefndur Blóð-Egill. Sú nafngift kom til af því, að í herferð gegn Vindum, sem bjuggu sunnan Eystra- saltsins, var sagt að Egill þessi hefði slökkt þorsta sinn með því að drekka kjölvatn skipsins, en það var þá orðið mjög litað blóði óvinanna. Petta þótti illt og var Egill jarl ákærður fyrir heiðni, en menn áttu þá að heita vera orðnir kristnir. Hann varði sig fimlega og bar við áköfum þorsta, en öll vatnsílát skipsins hefðu verið brotin í hita bardagans. Slapp hann þá við frekari ákærur, en var gert að skrifta. Hann hét því, en dró það samt endalaust á langinn. Konungurinn, sem þá var Knútur helgi, hafði á honum góðar gætur. Loks þegar svo sannaðist sjórán á Egil lét konungur grípa hann og hengja í hæsta tré, sem hægt var að finna á Borgundarhólmi. Þegar þessi sjálfráði jarl var úr sögunni, var að mestu úti um allt sjálfstætt framtak heimamanna á Borgundar- hólmi. Fólkið var kristnað og á elleftu öld komst eyjan að mestu undir yfirráð erkibiskupsins í Lundi. Var þá tekið að reisa kirkjur og standa sumar þeirra fram á þennan dag sem fagrir og óbrotgjarnir minnisvarðar um sigur kristninnar. En þótt erkibiskup væri voldugur og notaði Borgundarhólm sem eins konar mjólkurkú, þá vildi konungur Dana einnig hafa nokkra hönd í bagga á eyjunni. Hlutust af þessum sökum langvinnar erjur og stríðsátök milli hins andlega og veraldlega valds og valt á ýmsu í þeim viðskiptum. Erkibiskup hóf á þessum Goðasteinn 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.