Goðasteinn - 01.06.1983, Síða 97
arnir þar, sem alltaf hafa verið miklir og góðir sjómenn.
tóku raunar miklu fleiri skip frá Englendingum, en þeir
frá þeim. Einhverju sinni skutu Englendingar í þessu
stríði þó ákaft upp á land á eynni og hugðust gera mik-
inn usla. En þeim gekk illa að hæfa skotmörkin og féll
aðeins ein kýr fyrir kúlum þeirra.
Á 19. öld tóku samgöngur við Borgundarhólm miklum
framförum, því að þá hófust gufuskipaferðir milli Rönne
og Kaupmannahafnar og Ystad í Svíþjóð. Með föstum
áætlunarferðum við umheiminn hófst ferðamannastraum-
ur til eyjarinnar, sem hefur verið að aukast æ síðan. Fyrst
í stað voru reist mörg stór hótel til að hýsa þessa ferða-
menn, en það reyndist óhagkvæmt. svo að brátt tóku
gistiheimili, farfuglaheimili og tjaldstæði við því hlut-
verki. Eá er það mjög algengt að ferðamenn taki alls
konar sumarhús á leigu, meðan þeir dveljast í eynni.
Mest hefur alltaf kveðið að þýskum ferðamönnum, en
þó er vaxandi fjöldi einnig frá öðrum löndum hin síð-
ari ár.
Heima fyrir á Borgundarhólmi hafa samgöngur verið
efldar og bættar. Upphaflega voru járnbrautir lagðar um
eyna og kom sú fyrsta þeirra, sem var milli Rönne og
Nexö, í gagnið árið 1901. En þessar járnbrautir reyndust
óhentugar og nú hafa góðir vegir með mikilli bílaumferð
leyst þær alveg af hólmi.
Heimsstyrjöldin fyrri, 1914—18, fór að mestu hjá garði
á Borgundarhólmi, nema hvað að þá féll ferðamanna-
straumur alveg niður og fólkið varð einangraðra en ella.
En í síðari heimsstyrjöld var Danmörk hertekin af Ejóð-
verjum hinn 9. apríl 1940 og daginn eftir komu þýskir
hermenn til Borgundarhólms, þar sem þeir sátu síðan
til stríðsloka. Gerðu Pjóðverjar Borgundarhólm á þess-
um árum að miðstöð fyrir víðtæka hlustunar- og njósna-
starfsemi í öllu Eystrasalti. Samskipti heimamanna og
þýska hernámsliðsins voru að mestu friðsamleg, en þó
skorti ekkert á að eyjarskeggjar tækju virkan þátt í
Goðasteinn
95