Goðasteinn - 01.06.1983, Side 98
dönsku andspyrnuhreyfingunni og rækju margvíslega
leyniþjónustu. Komu samskipti við Svíþjóð þá að miklu
gagni og lágu vel við fiskimönnum á Borgundarhólmi.
Pegar nokkuð leið á stríðið, komst leyniþjónusta
bandamanna á snoðir um að eitthvað óvenjulegt var á
seyði hjá Pjóðverjum, enda sýndu loftmyndir skotpalla-
smíð og aðra óvenjulega mannvirkjagerð við Peene-
miinde í Norður-Pýskalandi. Parna var sem sé verið að
smíða og prófa nýtt leynivopn, sem Hitler og menn hans
bundu miklar vonir við, en það voru eldflaugar, sem þá
voru nýjung. Um miðjan ágúst 1943 hófu vísindamenn
í Peenemiinde að skjóta flaugunum í tilraunaskyni, en
þær létu illa að stjórn í fyrstu. Fyrir slysni lenti því
flaug af V-1 gerð í skóglendi norður á Borgundarhólmi.
Heimamenn voru fyrstir á vettvang og höfðu tekið mynd-
ir, teiknað og skráð nákvæma lýsingu af gripnum, áður
en svæðinu var lokað af þýska hernum. Upplýsingum
um flugskeytið tókst að koma til Englands og talið að
þetta hafi hjálpað mjög í viðbúnaði Englendinga gegn
þessum ófögnuði, sem brátt dundi á landinu. Fengu Borg-
undarhólmarar mikið hrós fyrir, því að þetta var talið
eitt mesta afrek danskra andspyrnumanna á stríðsárun-
um.
Snemma í maí 1945 lauk loks stríðinu með algjörum
ósigri Þjóðverja sem kunnugt er. Var þeim atburðum
fagnað á Borgundarhólmi sem annars staðar. En þá kom
babb í bátinn, því að yfirmaður þýska liðsins neitaði að
gefast upp, nema fyrir Englendingum, sem komu ekki
á vettvang. Rússar voru þarna á næstu grösum og vildu
fá Þjóðverja til að gefast upp fyrir sér. Við það var ekki
komandi og lét þýski foringinn skjóta ákaft á rússnesk-
ar könnunarflugvélar, sem sýndu sig yfir eynni hinn 7.
maí. Þetta varð til þess að Rússar gerðu heiftarlegar loft-
árásir bæði á Rönne og Nexö, drápu fólk og lögðu stóra
hluta þessara bæja í rúst. Um síðir tókst þó að koma
vitinu fyrir Þjóðverja eða hinn 9. maí og hélt lið þeirra
96
Goðasteinn