Goðasteinn - 01.06.1983, Page 98

Goðasteinn - 01.06.1983, Page 98
dönsku andspyrnuhreyfingunni og rækju margvíslega leyniþjónustu. Komu samskipti við Svíþjóð þá að miklu gagni og lágu vel við fiskimönnum á Borgundarhólmi. Pegar nokkuð leið á stríðið, komst leyniþjónusta bandamanna á snoðir um að eitthvað óvenjulegt var á seyði hjá Pjóðverjum, enda sýndu loftmyndir skotpalla- smíð og aðra óvenjulega mannvirkjagerð við Peene- miinde í Norður-Pýskalandi. Parna var sem sé verið að smíða og prófa nýtt leynivopn, sem Hitler og menn hans bundu miklar vonir við, en það voru eldflaugar, sem þá voru nýjung. Um miðjan ágúst 1943 hófu vísindamenn í Peenemiinde að skjóta flaugunum í tilraunaskyni, en þær létu illa að stjórn í fyrstu. Fyrir slysni lenti því flaug af V-1 gerð í skóglendi norður á Borgundarhólmi. Heimamenn voru fyrstir á vettvang og höfðu tekið mynd- ir, teiknað og skráð nákvæma lýsingu af gripnum, áður en svæðinu var lokað af þýska hernum. Upplýsingum um flugskeytið tókst að koma til Englands og talið að þetta hafi hjálpað mjög í viðbúnaði Englendinga gegn þessum ófögnuði, sem brátt dundi á landinu. Fengu Borg- undarhólmarar mikið hrós fyrir, því að þetta var talið eitt mesta afrek danskra andspyrnumanna á stríðsárun- um. Snemma í maí 1945 lauk loks stríðinu með algjörum ósigri Þjóðverja sem kunnugt er. Var þeim atburðum fagnað á Borgundarhólmi sem annars staðar. En þá kom babb í bátinn, því að yfirmaður þýska liðsins neitaði að gefast upp, nema fyrir Englendingum, sem komu ekki á vettvang. Rússar voru þarna á næstu grösum og vildu fá Þjóðverja til að gefast upp fyrir sér. Við það var ekki komandi og lét þýski foringinn skjóta ákaft á rússnesk- ar könnunarflugvélar, sem sýndu sig yfir eynni hinn 7. maí. Þetta varð til þess að Rússar gerðu heiftarlegar loft- árásir bæði á Rönne og Nexö, drápu fólk og lögðu stóra hluta þessara bæja í rúst. Um síðir tókst þó að koma vitinu fyrir Þjóðverja eða hinn 9. maí og hélt lið þeirra 96 Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.