Goðasteinn - 01.06.1983, Side 99

Goðasteinn - 01.06.1983, Side 99
brátt úr landi. En jafnframt því kom rauði herinn á vettvang og settist að á eyjunni. Par með var Borgundar- hólmur hertekinn öðru sinni og leist mönnum að vonum ekki á blikuna. Petta fór þó betur en á horfðist, þótt Rússar væru nokkuð þaulsætnir, þvi að ekki yfirgáfu þeir Borgundarhólm fyrr en um vorið 1946. Pað var mikið verk að reisa eyjuna úr rústum eftir stríðið, en geklc þó vonum framar. Hjálp barst líka úr mörgum áttum og einkum komu einingahús, sem Svíar gáfu, að miklu gagni. Merki stríðsins voru því fljótlega þurrkuð út og lífið tók að ganga sinn eðlilega gang á ný á þessari söguríku eyju í Eystrasalti. En nú líður að lokum þessa þáttar frá Borgundarhólmi. Það var fróðlegt að kynnast því frjálslega og glaðværa fólki, sem byggir þetta fagra land. Þetta er fóllc með ríkulega sjálfsvitund og þjóðarkennd og jafnvel eigin tungu, sem er mjög frábrugðin venjulegri dönsku. Þar er líka að finna sérstæða og forna menningu, margvís- lega þjóðtrú og mikil kynstur af þjóðsögum. Margt í þessum sögnum kemur okkur ef til vill kunnuglega fyrir sjónir, þegar við berum það saman við okkar eigin þjóð- sögur. Þarna eru t. d. sögur af tilberum, sem hlupu þrí- fættir um haga og mjólkuðu kýr nágrannanna. Einnig kveður mikið að sögum um dularverur í hólum og hæð- um, sem kallast neðanjarðarfólk og er ekki ósvipað huldufólki okkar og mætti þannig lengi telja. Til gamans vil ég nú rifja upp eina af þjóðsögum þeim sem ég heyrði þarna. Það var fyrir langa löngu að kona nokkur reis eld- snemma úr rekkju á jóladagsmorgun. Hún ætlaði að fara til kirkju og hlýða á óttusöng, sem prestar fluttu í þá daga nokkru fyrir dagrenningu. En hún gleymdi að líta á klukkuna eða þá að engin klukka var til á bænum og var því miklu fyrr á ferðinni en hún ætlaði. Þegar hún kom á vettvang, var kirkjan full af fólki og fyrir altarinu stóð prestur, sem hún mundi eftir sem barn. Goðasteinn 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.