Goðasteinn - 01.06.1983, Síða 99
brátt úr landi. En jafnframt því kom rauði herinn á
vettvang og settist að á eyjunni. Par með var Borgundar-
hólmur hertekinn öðru sinni og leist mönnum að vonum
ekki á blikuna. Petta fór þó betur en á horfðist, þótt
Rússar væru nokkuð þaulsætnir, þvi að ekki yfirgáfu
þeir Borgundarhólm fyrr en um vorið 1946.
Pað var mikið verk að reisa eyjuna úr rústum eftir
stríðið, en geklc þó vonum framar. Hjálp barst líka úr
mörgum áttum og einkum komu einingahús, sem Svíar
gáfu, að miklu gagni. Merki stríðsins voru því fljótlega
þurrkuð út og lífið tók að ganga sinn eðlilega gang á ný
á þessari söguríku eyju í Eystrasalti.
En nú líður að lokum þessa þáttar frá Borgundarhólmi.
Það var fróðlegt að kynnast því frjálslega og glaðværa
fólki, sem byggir þetta fagra land. Þetta er fóllc með
ríkulega sjálfsvitund og þjóðarkennd og jafnvel eigin
tungu, sem er mjög frábrugðin venjulegri dönsku. Þar
er líka að finna sérstæða og forna menningu, margvís-
lega þjóðtrú og mikil kynstur af þjóðsögum. Margt í
þessum sögnum kemur okkur ef til vill kunnuglega fyrir
sjónir, þegar við berum það saman við okkar eigin þjóð-
sögur. Þarna eru t. d. sögur af tilberum, sem hlupu þrí-
fættir um haga og mjólkuðu kýr nágrannanna. Einnig
kveður mikið að sögum um dularverur í hólum og hæð-
um, sem kallast neðanjarðarfólk og er ekki ósvipað
huldufólki okkar og mætti þannig lengi telja.
Til gamans vil ég nú rifja upp eina af þjóðsögum þeim
sem ég heyrði þarna.
Það var fyrir langa löngu að kona nokkur reis eld-
snemma úr rekkju á jóladagsmorgun. Hún ætlaði að
fara til kirkju og hlýða á óttusöng, sem prestar fluttu
í þá daga nokkru fyrir dagrenningu. En hún gleymdi að
líta á klukkuna eða þá að engin klukka var til á bænum
og var því miklu fyrr á ferðinni en hún ætlaði. Þegar
hún kom á vettvang, var kirkjan full af fólki og fyrir
altarinu stóð prestur, sem hún mundi eftir sem barn.
Goðasteinn
97