Goðasteinn - 01.06.1983, Page 103

Goðasteinn - 01.06.1983, Page 103
var hans skóli, ýmist heima á búi föður síns eða til sjós sem hann stundaði nokkrar vertíðir. Upp úr tvítugu tek- ur hann við búi föður síns, kvænist 1929 Helgu Einars- dóttur frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð og 1930, þegar kreppan er að skella á okkar veikburða samfélag með ofurþunga sínum, fæðist fyrsta barnið, en þau komu 5 á jafnmörgum árum, það 6. 1945. Það blæs ekki byrlega fyrir ungu fólki að hefja búskap á þessum árum enda var ekki rúmt um auraráðin svona hversdags. En í stað- inn ávaxtar Sigurður hugvit sitt og snilli á þann veg að væri honum grips vant þá var hann smíðaður. Efnis var aflað hvar sem tækt þótti. Trésmiður var Sigurður ágæt- ur þótt ekki sýndi hann listfengi við þær smíðar. Að vísu var smiðsauga hans mjög glöggt, sárasjaldan brá hann hallamáli á lóðrétta línu og ef um lárétt var að ræða þá leit hann einfaldlega til hafs. Væri hann spurður hvernig hann færi að þessu þá svaraði hann kíminn: ,,Ég miðaði við skýið þarna." En listfengi Sigurðar naut sín hvergi betur en við afl og steðja. Vart var til það verkefni af þeim toga sem nauðsyn bar til að leysa að Sigurður fyndi ekki lausnina við steðjann. Sem dæmi má nefna það að eftir að Willys- jepparnir voru komnir til sögunnar og Sigurður átti einn, bilaði hjöruliður í framöxli. Liðurinn var margflókinn, hef ég reyndar heyrt honum lýst en botnaði ekkert í eins og nærri má geta. Þennan nauðsynlega grip var ekki hægt að fá fyrr en eftir mánaða bið og bjargræðistíminn framundan. En í stað þess að leggja bifreiðinni og ergja sig á biðinni gekk Sigurður einfaldlega til smiðju, valdi það efni sem honum þótti hæfa best, kynti aflinn og smíð aði liðinn. Þegar Sigurður, næst elsti sonur Sigurðar, sem þá var við nám í bifvélavirkjun á Selfossi, sagði vinnufélögum sínum frá þessu tækniafreki föður síns, sögðu þeir hann ljúga. En liðurinn dugði þar til sá nýi kom og þó heldur betur. Ég nefndi áðan að Sigurður aflaði efnis hvar sem tækt Goðasteinn 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.