Goðasteinn - 01.06.1983, Síða 103
var hans skóli, ýmist heima á búi föður síns eða til sjós
sem hann stundaði nokkrar vertíðir. Upp úr tvítugu tek-
ur hann við búi föður síns, kvænist 1929 Helgu Einars-
dóttur frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð og 1930, þegar
kreppan er að skella á okkar veikburða samfélag með
ofurþunga sínum, fæðist fyrsta barnið, en þau komu 5
á jafnmörgum árum, það 6. 1945. Það blæs ekki byrlega
fyrir ungu fólki að hefja búskap á þessum árum enda
var ekki rúmt um auraráðin svona hversdags. En í stað-
inn ávaxtar Sigurður hugvit sitt og snilli á þann veg að
væri honum grips vant þá var hann smíðaður. Efnis var
aflað hvar sem tækt þótti. Trésmiður var Sigurður ágæt-
ur þótt ekki sýndi hann listfengi við þær smíðar. Að
vísu var smiðsauga hans mjög glöggt, sárasjaldan brá
hann hallamáli á lóðrétta línu og ef um lárétt var að
ræða þá leit hann einfaldlega til hafs. Væri hann spurður
hvernig hann færi að þessu þá svaraði hann kíminn:
,,Ég miðaði við skýið þarna."
En listfengi Sigurðar naut sín hvergi betur en við afl
og steðja. Vart var til það verkefni af þeim toga sem
nauðsyn bar til að leysa að Sigurður fyndi ekki lausnina
við steðjann. Sem dæmi má nefna það að eftir að Willys-
jepparnir voru komnir til sögunnar og Sigurður átti einn,
bilaði hjöruliður í framöxli. Liðurinn var margflókinn,
hef ég reyndar heyrt honum lýst en botnaði ekkert í
eins og nærri má geta. Þennan nauðsynlega grip var ekki
hægt að fá fyrr en eftir mánaða bið og bjargræðistíminn
framundan. En í stað þess að leggja bifreiðinni og ergja
sig á biðinni gekk Sigurður einfaldlega til smiðju, valdi
það efni sem honum þótti hæfa best, kynti aflinn og smíð
aði liðinn. Þegar Sigurður, næst elsti sonur Sigurðar,
sem þá var við nám í bifvélavirkjun á Selfossi, sagði
vinnufélögum sínum frá þessu tækniafreki föður síns,
sögðu þeir hann ljúga. En liðurinn dugði þar til sá nýi
kom og þó heldur betur.
Ég nefndi áðan að Sigurður aflaði efnis hvar sem tækt
Goðasteinn
101