Goðasteinn - 01.06.1983, Side 105

Goðasteinn - 01.06.1983, Side 105
segír að þau sumur sem hann vann með föður sínum séu besti skóli sem hann hafi fyrr og síðar fengið í verk- lagni og hagnýtum vinnubrögðum og er Ingjaldur þó lærður húsgagnasmiður. Af framangreindu mætti ætla að Sigurður hafi eytt öllum stundum sem gáfust frá búskap við smíðar. Svo var þó ekki. Hann var hestamaður snjall og vatnamaður, íþróttamaður góður og iðkaði bæði sund, glímu og skautahlaup, söngvinn vel og lék á harmoniku á dans- leikjum á yngri árum, samkvæmis- og gleðimaður og höfðingi í hvívetna. Mætti um hvern þessara þátta í fari Sigurðar rita pistil sem þennan, en því hefur mér orðið tíðrætt um smíðar Sigurðar að þar hygg ég að snilli hans hafi borið hæst. Einnig er það mér ráðgáta eins og fram hefur komið hvernig alþýðumaður aflar sér þeirrar þekk- ingar sem hann vísast beitir á viðfangsefni sín við afl og steðja á meðan eldsmiður dagsins í dag er krafinn um strangt tækninám og þekkingu sem staðfest er í rann- sóknarstofum nútímans. Sigurður var einn af þeim síð- ustu í þverrandi hópi þessara alþýðumanna þótt enn megi finna menn sem bera verk sín fram úr sjóði aldanna, hafa fengið í vöggugjöf þá náðargáfu að mega ljúka upp þeim sjóði, eru smiðir góðir. Sigurður lést 11. júní 1981 eftir að hafa búið við örkuml af völdum kölkunar síðustu áratugina. Hann undi við spil, sjónvarp, samræður við góða vini, var söngvinn gleði- maður og hélt glaðlyndi sínu til síðasta dags. En oft var eins og óþol gripi vinnulúnar hendur hans og þær tækju að þreifa eftir viðfangsefnum sem þær vissu óleyst. Við eftirlifendur þökkum honum arfinn sem hann eftirlætur okkur í verkum sínum, hugviti og þekkingu. Hann var smiður góður. Káratanga á Hörpu 1982. Goðasteinn 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.