Goðasteinn - 01.06.1983, Qupperneq 123
1980. Leitað er sömu leiða til að fjármagna áframhald
verksins og til þessara byggingaframkvæmda fær byggða-
safnið árið 1981 kr. 10.000,00 (nýkrónur).
Safnvörður hefur mikinn hug á því að endurreisa gamla
búrið frá Seljalandi í Fljótshverfi, en viðir þess eru
geymdir í safninu, svo og gömlu skyrkerin, sem joar áttu
heima. Búrinu er ætlaður staður við þann torfbæ, sem
endurreistur hefur verið á lóð byggðasafnsins. Fessi
framkvæmd er spurning um vinnu en ekki efniskaup og
ætti ekki að verða ýkja dýr.
Skipulagsstjóri ríkisins hefur lagt fyrir byggðasafnið
ákveðna tillögu um útfærslu á lóð byggðasafnsins, er
tryggi því land til framtíðar og verði ekki öðrum aðilum
hleypt inn á það svæði. Pessi tillaga hlýtur að leggjast
fyrir eigendur jarðarinnar Ytri-Skóga, Rangárvallasýslu
og Vestur-Skaftafellssýslu til umsagnar og samþykktar.
Er það ósk safnvarðar að sýslunefndir Rangárvallasýslu
og Vestur-Skaftafellssýslu árið 1981 taki þetta mál til
umræðu og afgreiðslu.
Haraldur Olafsson fyrrv. bankaritari í Reykjavík gaf
byggðasafninu marga góða gripi á árinu 1980. Er safn
hans þar nú orðið næsta mikið að vöxtum og dýrmætt.
Haraldi var veittur riddarakross fálkaorðunnar á árinu
fyrir gjafir hans til opinberra safna.
Börn Árnýjar I. Filippusdóttur, áður skólastjóra í
Hveragerði, sendu byggðasafninu tilkynningu um það í
sérstöku gjafabréfi, 28. nóvember 1980, að þau gæfu því
handavinnusafn hennar, mikið og dýrmætt, samkvæmt
fyrirmælum hennar, óskráðum. í safninu er m. a. hand-
málað postulín, útsaumur margskonar og er það varð-
veitt í mikilli útskorinni, kínverskri kistu, sem afhent
verður með því til safnsins. Gjöf þessi er ákaflega þakk-
arverð en jafnframt vegsemd er sá vandi að búa henni
góðan stað til sýningar og varðveislu.
Ágúst Guðmundsson frá Stóra-Hofi á Rangárvöllum
gaf safninu ýmsa góða hluti úr búi foreldra sinna og jók
Goðasteinn
121