Goðasteinn - 01.06.1986, Side 7

Goðasteinn - 01.06.1986, Side 7
Þórður Tómasson: Sögubrot úr Sandhólma Byggðarhverfið Sandhólmi er vestast á sjóbyggðinni undir Vestur-Eyjafjöllum, austan Markarfljóts. Nafnið segir sögu um land sem átt hefur í vök að verjast. Þarna er nú enginn sandhólmi, graslendið er óslitið upp og austur frá hverfinu til næstu bæja. Meginbyggðin á þessu svæði var fornbýlið Sandar og hjáleigur þess. Sr. Jón Jónsson í Mið-Mörk telur í lýsingu Dalssóknar 1840 að bæirnir Fitjarmýri og Seljalandssel séu í Sandhólma. Ég tel að svo hafi ekki verið að fornu og sennilega er frummynd orðsins ekki Sandhólmi heldur Sandahólmi. Breið, vatnsborin sandslétta framan Sandhólma heitir gljá og er ekki örnefni fremur en t.d. orðin fjara og mýri. Þetta er réttnefni því oftast gljáir þarna á landið á löngu færi. Vatnsbreiðan er víðast ekki meiri en ökklavatn og vindáttir ráða mjög vatnsrennsli. Á stöku stað eru ögn dýpri lænur. í svellalögum verður gljáin að ís- breiðu sem var oft kjörið skautasvell fyrir Sandhólmabændur í fjöruferðum. Fyrir kom að skautasvellið var óslitið allt austur undir Austurfjöll, þar sem Holtsós tók við er gljánni sleppti. Á víð og dreif um gljána eru háir melhólar sem gefa henni svip og í hillingum hlýrra sumardaga er þarna oft eins og yfir ævintýra- land að líta. í melana sóttu Sandhólmabændur sér efni í melreiðinga og slit- góðar klyfberagjarðir og húsfreyjur á Sandhólmabæjum voru á hverju ári aflögufærar um efni í þvögur á mjólkurílátin og í rjóma- síur fyrir strokkinn og kom þar þá greiði greiða á mót. Land Sandatorfunnar virðist um 1200 ha en ekki eru nema um 500 ha af því sæmilega gróið land. Við landskipti í Sandatorfu árið Goðasteinn 5

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.