Goðasteinn - 01.06.1986, Page 18
Minjar frá mannavist
Blásnar rústir, svartur sandur! Þetta talar sterku máli. Endur
fyrir löngu var hér líf og starf, grónar grundir, fénaður á beit, fólk
í önnum. Hér var staðið að sláttuverkum, hlaðið úr heyi í görðum,
björg flutt í bú heim sjógötuna. Hér var forsjá og gát í öllum
athöfnum.
Hvað segja svo minjarnar, sem veðrast úr jörðu um mannavist
liðinna alda? Háskólinn í Birmingham í Englandi hefur rannsakað
yfirborð rústa í Sandamelum. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifa-
fræðingur hefur flutt þaðan ýmsar minjar. Brot úr fornum fiska-
sleggjum úr steini eru mjög áberandi í minjum. Ég taldi 62 sleggju-
brot í rúst FO V í lok nóvember 1982 og vænan vaðstein tók ég þar
upp úr götu minni. Úr þeirri rúst hef ég flutt meir en 100 sleggju-
hausabrot að Skógum. Oft hefur þurft að klappa steina í sleggjur,
enda endingin takmörkuð.
Fiskasleggjubrotin hafa þá sögu að segja að Sandafólk hefur til
mikilla muna lifað á fiskifangi. Bein húsdýra virðast fremur fá í
rústum. Kvarnarsteinsbrot er þarna engin enn að finna. Lítil efni
hafa verið til kaupa á kornmat. Smíðajárn hafa bændurnir sótt upp
í Sandamýri. Rauðablástursminjar er að finna í fimm bæjar-
stæðunum. í rúst FO II var þær að finna með hlutum frá alda-
mótunum 1500 eða frá 15. öld.
Viðskipti við þjóðir lágu þarna á lausu. í rúst FO II fann ég vænt
brot úr rauðleitum leirpotti, annað brot úr sama potti lá skammt frá
úti í gljánni. Fleiri brot úr honum eiga eftir að koma i ljós. Rétt þar
sem rústin mætti gljánni fann ég happafund, vöruinnsigli úr blýi,
önnur hliðin nokkuð veðruð. Þetta var helmingur hins gamla vöru-
innsiglis og sá sem var meira verður. Áletrun er enn ekki að fullu
ráðin. Líklega er innsiglið frá „ensku öldinni”, kynni þó að vera frá
Niðurlöndum eða Þýskalandi, væntanlega komið upp í Sandaland
utan frá Vestmannaeyjum.
Upp úr þunnu sorplagi framan í rúst FO II og rétt hjá vöruinn-
siglinu dró ég tvo karlmannshatta, væntanlega frá 16. öld. Þeir
héldu báðir lagi. Báðum hafði þeim verið fleygt sem ónýtum
hlutum og jörðin hefur geymt þá vel. Glöggt sást að annar þeirra
16
Goðasteinn