Goðasteinn - 01.06.1986, Side 21

Goðasteinn - 01.06.1986, Side 21
hafði verið rimpaður saman við síðustu not, saumförin voru enn greinileg. Þetta kynnu að vera hattar Árna Ásmundssonar. Góður mathnífur reis úr jörð hjá mér á þessum sama stað þann 7. október 1985. Hann er tréskeftur og kinnar gáraðar á ská til skrauts. Koparlauf er á skaftenda. Nokkur koparlauf svipaðrar gerðar og eitt gott hnífskaft hafa komið úr jörðu í Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Þessi hnífur er sennilega enskur og vart yngri en frá aldamótunum 1500. í rúst FO V hef ég fundið hylki af stórum, þríhyrndum hengilás. Leifar af svipuðum hengilásum hafa fundist í Stóru-Borg og einn heilan hef ég fundið á Dyrhólum í Mýrdal. Þessir lásar hafa allir verið innfluttir. í FO V hef ég einnig fundið brot úr þýsku steintaui (könnu?) og löpp undan ljósum leirpotti. Góð, rennd kotrutala úr hvalbeini úr rúst FO V er án efa íslensk og er gott vitni um leik og skemmtun samhliða striti fyrir daglegu brauði. Heima á Söndum Bæjarhóllinn á Fornusöndum er hlaðinn upp af mannavist margra alda. Elsti hluti hans og hæsti er útnorðan við núverandi íbúðarhús sem stendur á bæjarstæði 19. aldar byggðar. Guðjón Einarsson gróf einu sinni ofan í háhólinn og fann þar pottbrot úr eiri eða bronsi og bút af brenndu gangsilfri. Var hann um 2 /i cm á lengd og um 1 cm í þvermál. Þessar minjar glötuðust. Núverandi Sandabóndi, Jón H. Magnússon gróf fyrir heyhlöðu sunnan í hólnum. Þar kom upp góð kertakola úr járni, sennilega frá miðöld- um. Uppi á þessu eldra bæjarstæði var smáhóll, nefndur Kirkju- hóll, og umhverfis hann hét Kirkjugarður. Þar um liggur nú heima- vegur bóndans en að öðru eru þessar minjar óraskaðar. Guðjón frá Fornusöndum hafði heyrt að Þorsteinn frændi Ásgeirs landnámsmanns (ef hann hét þá ekki Þorgeir) hefði fyrstur búið á Söndum og væru við hann kenndir Þorsteinshólar upp frá bænum. Um 300 álnir vestur frá bæjarstæðinu var djúp laut eða tjörn. í Goðasteinn 19

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.