Goðasteinn - 01.06.1986, Qupperneq 21

Goðasteinn - 01.06.1986, Qupperneq 21
hafði verið rimpaður saman við síðustu not, saumförin voru enn greinileg. Þetta kynnu að vera hattar Árna Ásmundssonar. Góður mathnífur reis úr jörð hjá mér á þessum sama stað þann 7. október 1985. Hann er tréskeftur og kinnar gáraðar á ská til skrauts. Koparlauf er á skaftenda. Nokkur koparlauf svipaðrar gerðar og eitt gott hnífskaft hafa komið úr jörðu í Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Þessi hnífur er sennilega enskur og vart yngri en frá aldamótunum 1500. í rúst FO V hef ég fundið hylki af stórum, þríhyrndum hengilás. Leifar af svipuðum hengilásum hafa fundist í Stóru-Borg og einn heilan hef ég fundið á Dyrhólum í Mýrdal. Þessir lásar hafa allir verið innfluttir. í FO V hef ég einnig fundið brot úr þýsku steintaui (könnu?) og löpp undan ljósum leirpotti. Góð, rennd kotrutala úr hvalbeini úr rúst FO V er án efa íslensk og er gott vitni um leik og skemmtun samhliða striti fyrir daglegu brauði. Heima á Söndum Bæjarhóllinn á Fornusöndum er hlaðinn upp af mannavist margra alda. Elsti hluti hans og hæsti er útnorðan við núverandi íbúðarhús sem stendur á bæjarstæði 19. aldar byggðar. Guðjón Einarsson gróf einu sinni ofan í háhólinn og fann þar pottbrot úr eiri eða bronsi og bút af brenndu gangsilfri. Var hann um 2 /i cm á lengd og um 1 cm í þvermál. Þessar minjar glötuðust. Núverandi Sandabóndi, Jón H. Magnússon gróf fyrir heyhlöðu sunnan í hólnum. Þar kom upp góð kertakola úr járni, sennilega frá miðöld- um. Uppi á þessu eldra bæjarstæði var smáhóll, nefndur Kirkju- hóll, og umhverfis hann hét Kirkjugarður. Þar um liggur nú heima- vegur bóndans en að öðru eru þessar minjar óraskaðar. Guðjón frá Fornusöndum hafði heyrt að Þorsteinn frændi Ásgeirs landnámsmanns (ef hann hét þá ekki Þorgeir) hefði fyrstur búið á Söndum og væru við hann kenndir Þorsteinshólar upp frá bænum. Um 300 álnir vestur frá bæjarstæðinu var djúp laut eða tjörn. í Goðasteinn 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.