Goðasteinn - 01.06.1986, Side 27

Goðasteinn - 01.06.1986, Side 27
alla torfristu niður í Sandamýri og var komin á þetta hefð. Venju- lega voru lömbin setin heima í 4—5 daga og ærnar þá setnar á dag- inn úti í Punti fyrir vestan Seljalandssel. Oft kom fyrir að lömb leituðu fram úr Seijalandsheiði í heimahaga og þá saman við kvíféð. Þá voru þau reidd út í hólma á Markarfljótsaurum og bundið fyrir augun á þeim í flutningi. Það vildi illa duga. Venja var að Sand- hólmabændur smöluðu alltaf með Seljalandsmönnum í fyrsta safni. Aðstæður til búskapar í Sandatorfu gerbreyttust um 1930 þegar náðist í áveituvatn úr Markarfljóti og Seljalandsá í samstarfi við bændur í Seljalandsseli, á Fitjarmýri og í Nýjabæ. Flóðgátt var tekin á Seljalandsgarðinn með ærinni fyrirhöfn og kostnaði. Efni til hennar, sement og timbur, þurfti að sækja á hestvögnum út í Fljótshlíð. Grjót í íteppur var sótt upp í Kverk á Seljalandi. Flóð- garðar fyrir uppistöður voru hlaðnir á víð og dreif um slægjulönd. Vatni var hleypt á landið um 20. maí. Grasfall og grasvöxtur breyttust til stórra bóta við áveituna á skömmum tíma. Af leiddi aukinn bústofn, bættar afurðir, bættan efnahag. Húsakynni á Helgusöndum voru bágborin árið 1920. Á bað- stofunni var lélegt þakjárn, á frambænum aðeins raftur og torf og hripaði vatnð þar niður í rigningum. Kom fyrir að lón safnaðist fyrir frammi í bæjardyrum af þaklekanum og varð þá að standa í austri til að koma því út. Eldhús var fornfálegt og með kekkjahlóð- um og hlóðasteinar lagðir ofan á þær sitt hvorum megin við eldhús- ið. Nóg starf beið nýja bóndans við að færa bæjarhúsin í betra horf. Minning Ég man það eins og það hefði skeð í gær. Fagran haustdag 1931 reið ég í réttirnar með fleira fólki. Það var fyrsta réttarferðin mín. Mamma og Ólöf voru að taka upp kartöflur í haustblíðu niðri í Þrasa framan í bæjarhólnum þegar við riðum fram úr Túnskákum. Ég sat á honum Rauð hennar Ólafar, dökkrauðum kostagrip, og þóttist maður með mönnum. Leiðin lá út Ósbakka eftir gömlum reiðgötum. Við riðum yfir Rimhúsaál á vaðinu austan við Kota- Goðasteinn 25

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.