Goðasteinn - 01.06.1986, Page 28

Goðasteinn - 01.06.1986, Page 28
mannahólm og áfram var haldið út yfir Djúpósamynni, út um Mýrabæi og brátt tók Sandhólminn við. í leiðinni var verslunarhús Kaupfélags Hallgeirseyjar framan við Lambhúshól og vöruhús Auðuns í Dalsseli nokkru utar. Nú sér þeirra engan stað. Reið- göturnar lágu sunnan við Fornusanda og Hjáleigusanda, um lítt gróið land. Sjálfgert var að koma við á Helgusöndum hjá Helga Jónassyni og Laugu frænku. Pabbi og hún voru systkinabörn og leiksystkini frá uppvaxtarárum þeirra í Varmahlíð og Steinum. Enginn komst til jafns við Laugu frænku í léttri lund. Lifsgleði hennar líkt og varpaði birtu til allra átta og fáir tóku henni fram í miskunnsemi við umkomulaust fólk. Alltaf var líkt og hátíð í húsi þar sem Lauga var innan veggja. Þau hjón, Helgi og Lauga, voru samvalin í öllu sem öðrum horfði til góðs, bænrækin og trúrækin, og sýndu trú sína í verki. Mikinn dugnað þurfti til þess að hafa til hnifs og skeiðar á örreytisbýlum í þann tíð, hvað þá meir, og naumast hægt nema með því að fara í útver á vetrum. Stopult var að sæta róðrum frá strönd- inni en oft fékkst þar þó björg í bú. Þau Helgusandahjón voru alltaf veitandi, aldrei þiggjandi og komu börnum sínum vel til manns. Síðar settust þau að betra býli. Á Helgusöndum bjuggu þau í litlum, snyrtilegum burstabæ. Réttafólkinu var vel fagnað, allt það besta á borð borið, æsku- minningar rifjaðar upp og hlegið dátt. Undir vestursúðinni i bað- stofunni hvíldi gömul kona og beið eftir kallinu. Þetta var Þuríður Eyjólfsdóttir sem lifði langa ævi sem annarra þjónn undir Útfjöll- um. Föðurbróðir hennar var Samúel Bjarnason sem komst til góðra mannvirðinga í Mormónarikinu Utah. Lauga frænka annaðist þessa gömlu konu af mikilli umhyggju og hjá henni sofnaði hún svefninum langa, eins og gamla fólkið sagði. Þá voru heimilin eina athvarf ellinnar og bjó þá æskan að fáu betur. Almenningurinn var skammt til útsuðurs frá Seljalandsseli, torf- hlaðinn, mikið mannvirki. Gaman var að liggja þar á grasi grónum veggjum og fylgjast með sundurdrætti á sauðfé. Vasapelar gengu á milli manna innan um almenninginn. Banni var fyrir skömmu aflétt á íslandi. 26 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue: 1. hefti (01.06.1986)
https://timarit.is/issue/435500

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. hefti (01.06.1986)

Actions: