Goðasteinn - 01.06.1986, Side 35

Goðasteinn - 01.06.1986, Side 35
Sigurður Björnsson, Kvískerjum: Svá sagði Sæmundr prestr inn fróði í Landnámu er yfirleitt ekki getið um heimildir að því sem sagt er frá. Líklegt er að mest af efni hennar hafi verið tengt ættartölum frá landnámsmönnum, því að ákvæðin um það hverjir ættu bauga að taka eftir frændur sína, eins og þau eru í Grágás, hefðu verið marklaus, ef menn hefðu ekki vitað um ætt sína allt til landnáms- manna þegar lögin voru rituð. Hvort allir hafa vitað skil á sinni ætt svo langt skiptir þó ekki máli, því nóg hefði verið að nokkrir menn í hverri ætt gætu sagt örugglega til um það en höfundar Landnámu hafa eflaust átt hægt með að vita hverjir það voru. Flestir þeir, sem nefndir eru landnámsmenn áttu afkomendur og er því Iíklegt að á dögum Landnámuhöfunda hafi menn vel vitað hvaðan hvaðeina var komið. En Naddoður víkingur átti hér ekki afkomendur svo vitað sé. Þar varð sagan því ekki tengd ættartölu og því sérstök ástæða til að geta um hvaðan hún var komin, og þar er bætt við: „Svá sagði Sæmundr prestr inn fróði”. Ekki er raunar ljóst, hvort þar er átt við að öll sagan sé frá honum runnin eða aðeins seinasta málsgreinin hvar hann kom að landinu, en líklegra er að öll sögnin sé frá honum komin. Sé þessi athugasemd komin frá Styrmi Kárasyni hinum fróða, er annað tveggja, að í minnum hefur verið haft að Sæmundur hafi sagt þetta, eða að hann hefur séð þetta skrifað eftir Sæmund. Varla þarf að rökstyðja það, að orðið „sagði” getur alveg eins þýtt ritað, enda stundum enn notað í þeirri veru. Sé þetta hinsvegar haft beint eftir Sæmundi milliliðalaust hefur þessi hluti Landnámu verið skrifaður fyrr en talið hefur verið og er Goðasteinn 33

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.