Goðasteinn - 01.06.1986, Síða 35

Goðasteinn - 01.06.1986, Síða 35
Sigurður Björnsson, Kvískerjum: Svá sagði Sæmundr prestr inn fróði í Landnámu er yfirleitt ekki getið um heimildir að því sem sagt er frá. Líklegt er að mest af efni hennar hafi verið tengt ættartölum frá landnámsmönnum, því að ákvæðin um það hverjir ættu bauga að taka eftir frændur sína, eins og þau eru í Grágás, hefðu verið marklaus, ef menn hefðu ekki vitað um ætt sína allt til landnáms- manna þegar lögin voru rituð. Hvort allir hafa vitað skil á sinni ætt svo langt skiptir þó ekki máli, því nóg hefði verið að nokkrir menn í hverri ætt gætu sagt örugglega til um það en höfundar Landnámu hafa eflaust átt hægt með að vita hverjir það voru. Flestir þeir, sem nefndir eru landnámsmenn áttu afkomendur og er því Iíklegt að á dögum Landnámuhöfunda hafi menn vel vitað hvaðan hvaðeina var komið. En Naddoður víkingur átti hér ekki afkomendur svo vitað sé. Þar varð sagan því ekki tengd ættartölu og því sérstök ástæða til að geta um hvaðan hún var komin, og þar er bætt við: „Svá sagði Sæmundr prestr inn fróði”. Ekki er raunar ljóst, hvort þar er átt við að öll sagan sé frá honum runnin eða aðeins seinasta málsgreinin hvar hann kom að landinu, en líklegra er að öll sögnin sé frá honum komin. Sé þessi athugasemd komin frá Styrmi Kárasyni hinum fróða, er annað tveggja, að í minnum hefur verið haft að Sæmundur hafi sagt þetta, eða að hann hefur séð þetta skrifað eftir Sæmund. Varla þarf að rökstyðja það, að orðið „sagði” getur alveg eins þýtt ritað, enda stundum enn notað í þeirri veru. Sé þetta hinsvegar haft beint eftir Sæmundi milliliðalaust hefur þessi hluti Landnámu verið skrifaður fyrr en talið hefur verið og er Goðasteinn 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.