Goðasteinn - 01.06.1986, Qupperneq 36

Goðasteinn - 01.06.1986, Qupperneq 36
þá líklegast að Ari fróði hafi haldið þar á penna, nema ef svo væri að formáli og fyrstu kaflar Landnámu séu verk Sæmundar, en sá er síðast ritaði það upp aðeins talið ástæðu til að geta þess að þetta væri frá honum komið. Eflaust hafa verið margir fróðir menn hér á landi á 11. og 12. öld, en ekki er mér kunnugt um nema þrjá, sem bera kenningarnafnið fróði. Um Ara fróða er það vitað að hann reit íslendingabók, en um Styrmi að hann ritaði hluta Landnámu. Sæmundur mun hafa verið lærðastur þessara þriggja manna, en ekki er vitað um neitt varðveitt rit frá hans hendi. Sæmundur og Ari voru samtímamenn og ekkert því til fyrirstöðu að það sem Ari hefur eftir honum um að Ólafur Tryggvason hafi fallið sama árið og kristni var lögtekin, geti hafa verið munnleg frásögn, en eins líklegt er þó að Ari hafi haft fyrir sér bókarkorn sem Sæmundur hafði skrifað. En í Konungsannál er tilvitnun, sem virðist taka af allan vafa um að á 14. öld var til rit frá hendi Sæmundar, en þar segir við árið 1047: „Svá segir Sæmundr prestr inn fróði, at á þessu ári váru svá mikil frost, at vargar runnu at ísi milli Nóregs ok Danmarkar”. Sami annáll telur Sæmund fæddan níu árum síðar (1056) og mátti hann því vel hafa þetta beint eftir mönnum, sem voru vel til aldurs komnir þennan umrædda vetur. Þessi málsgrein getur ekki þýtt annað en að höfundur Konungs-annáls hafi haft fyrir sér eitthvað, sem Sæmundur hafði skrifað, en óvíst mun hvort það hefur verið í annálsformi eða í ætt við Landnámu. Sæmundur hefur farið ungur utan til náms, því bæði Konungs- annáll og Lögmannsannáll telja að hann hafi komið aftur þegar hann var tvítugur, þó þeim beri ekki saman um árið. Ólíklegt er þó að hann hafi ekki fengið einhverja undirbúningsmenntun áður en hann fór og má telja líklegt að hann hafi um tíma notið tilsagnar ísleifs biskups. ísleifur var fæddur 1006 fór að vísu mjög ungur utan til náms, en trúlegt er þó að hann hafi í æsku heyrt föður sinn og frændfólk segja frá atburðum, og margt fólk hefur verið á lífi þegar hann kom frá námi, sem mundi heiðinn tíma. Sæmundur hefur því getað fengið frá honum og hans jafnöldrum áreiðanlega vitneskju um margt það sem gerðist á 10. öld og ljósar sagnir um margt frá þeirri níundu. 34 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.