Goðasteinn - 01.06.1986, Page 42

Goðasteinn - 01.06.1986, Page 42
Þórður Tómasson: Sigríður í Drangshlíð Sigríður Árnadóttir í Drangshlíð undir Eyjafjöllum er mér hug- stæður fulltrúi þeirra trúu þjóna sem skörtuðu svo víða í sveitum fram á þessa öld. Ég kynntist henni fyrst á efri árum, útslitinni en ánægðri og vel haldinni hjá heiðursfólkinu í vesturbænum i Drangshlíð. Við sóttum bæði yndi í sömu uppsprettur, ljóð og lög. Sigríður var fædd 1867 í Holti í Mýrdal, dóttir Árna Oddssonar af svonefndri Oddsætt í Skaftafellssýslu og konu hans Helgu dóttur séra Jóns Sigurðssonar prests í Reynisþingum. Til móður sinnar hefur Sigríður líklega sótt hæfileika sína á sviði tónlistar. Sigríður sagði mér að hún hefði sungið vel og kunnað Passíusálmana utan- bókar. Sigríður ólst upp við góða heimilismenningu en mikla fátækt. Árið 1886 fór hún vinnkona til Jóns Þorsteinssonar á Eystri-Sólheimum í Mýrdal og tveimur árum seinna flutti hún að Drangshlíð með Þorsteini syni Jóns og konu hans Guðrúnu Jóns- dóttur. Fleiri vistaskipti hafði hún ekki í lífinu. Ég hitti Sigríði aldrei svo að talið bærist ekki á einhvern veg að söng. Hún kunni býsnin öll af lögum, eldri og yngri. Hún hafði alist upp við Grallarasöng í foreldrahúsum og svo lagt hann niður um langan tíma. í ellinni komst hún lítið af rúminu og söng þá öllum stundum. Þá byrjaði hún að nýju að syngja gömlu sálmalögin með þeim hætti sem hún hafði vanist austur í Holti, innileg, trega- blandin. Oft ræddi hún við mig um söngfólk. „Hann Jóhann Magnús Oddsson á Heiði söng afburða vel, en þó tók hann Ólafur á Högna- velli honum fram. Ég man það svo vel þegar þau giftu sig hún Steinunn Guðmundsdóttir á Felli og hann Jón Þorsteinsson á Hvoli árið 1883 og sumir gestirnir voru að búa sig af stað frá Felli. Þá byrjaði Ólafur að syngja versið „Lofið Guð, ó, lýðir göfgið hann” undir gamla laginu uppi á boðstofuloftinu og ég segi það satt, það 40 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.