Goðasteinn - 01.06.1986, Qupperneq 42

Goðasteinn - 01.06.1986, Qupperneq 42
Þórður Tómasson: Sigríður í Drangshlíð Sigríður Árnadóttir í Drangshlíð undir Eyjafjöllum er mér hug- stæður fulltrúi þeirra trúu þjóna sem skörtuðu svo víða í sveitum fram á þessa öld. Ég kynntist henni fyrst á efri árum, útslitinni en ánægðri og vel haldinni hjá heiðursfólkinu í vesturbænum i Drangshlíð. Við sóttum bæði yndi í sömu uppsprettur, ljóð og lög. Sigríður var fædd 1867 í Holti í Mýrdal, dóttir Árna Oddssonar af svonefndri Oddsætt í Skaftafellssýslu og konu hans Helgu dóttur séra Jóns Sigurðssonar prests í Reynisþingum. Til móður sinnar hefur Sigríður líklega sótt hæfileika sína á sviði tónlistar. Sigríður sagði mér að hún hefði sungið vel og kunnað Passíusálmana utan- bókar. Sigríður ólst upp við góða heimilismenningu en mikla fátækt. Árið 1886 fór hún vinnkona til Jóns Þorsteinssonar á Eystri-Sólheimum í Mýrdal og tveimur árum seinna flutti hún að Drangshlíð með Þorsteini syni Jóns og konu hans Guðrúnu Jóns- dóttur. Fleiri vistaskipti hafði hún ekki í lífinu. Ég hitti Sigríði aldrei svo að talið bærist ekki á einhvern veg að söng. Hún kunni býsnin öll af lögum, eldri og yngri. Hún hafði alist upp við Grallarasöng í foreldrahúsum og svo lagt hann niður um langan tíma. í ellinni komst hún lítið af rúminu og söng þá öllum stundum. Þá byrjaði hún að nýju að syngja gömlu sálmalögin með þeim hætti sem hún hafði vanist austur í Holti, innileg, trega- blandin. Oft ræddi hún við mig um söngfólk. „Hann Jóhann Magnús Oddsson á Heiði söng afburða vel, en þó tók hann Ólafur á Högna- velli honum fram. Ég man það svo vel þegar þau giftu sig hún Steinunn Guðmundsdóttir á Felli og hann Jón Þorsteinsson á Hvoli árið 1883 og sumir gestirnir voru að búa sig af stað frá Felli. Þá byrjaði Ólafur að syngja versið „Lofið Guð, ó, lýðir göfgið hann” undir gamla laginu uppi á boðstofuloftinu og ég segi það satt, það 40 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.