Goðasteinn - 01.06.1986, Page 43

Goðasteinn - 01.06.1986, Page 43
Sigríður Árnadóttir, Drangshlíð. var fagur söngur. Hann séra Lárus Þorláksson kom þá snöggsinnis upp í stigann og sagði hrifinn: „Þetta líkar mér”. Séra Lárus var i senn góður söngmaður og söngvandur”. Rétt fyrir aldamótin 1900 var fyrst spilað á orgel í Eyvindarhóla- kirkju en það orgel átti Tómas Helgason læknir sem þá átti heimili í Eyvindarhólum en þegar hann flutti burtu var aftur farið að syngja með gamla laginu, orgellaust. Svo kom að því að orgel var keypt til kirkjunnar. Sigríður braut í blað með hve það hefði breytt miklu til bóta í kirkjunni og gömul minning kom fram í hugann: „Ég man það var verið að baða féð niður við Drang þegar leið að þvi að orgelið kæmi í kirkjuna. Piltarnir voru kátir og sungu við raust við verkið. Þorsteini á Hrútafelli varð þá að orði: „Það held ég að þið syngið þegar nýja orgelið kemur fyrst þið getið verið að syngja yfir þessu bölvuðum gormi”. Kirkjan var vel sótt á þessum árum og utansóknarfólk var oft við messu. Ein messa var Sigríði sérstaklega hugstæð: „Alltaf man ég hvað einu sinni var vel sungið í Hólakirkju. Sigríður Guðnadóttir í Skarðshlíð, Þóra Torfadóttir i Varmahlíð og frú Valgerður Gísla- dóttir á Bergþórshvoli lögðu saman í söngnum og sungu svo listavel. Ég man sérstaklega eftir því hvað ég hreifst þegar þær sungu lagið „Guðs föður gæsku kraftur”, ég bý að því enn. Hún þykir syngja vel hún María Markan en ég er efins í að hún syngi nokkuð betur en hún Sigríður í Skarðshlíð þegar hún stóð upp á sitt besta.” Goðasteinn 41

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.