Goðasteinn - 01.06.1986, Page 49

Goðasteinn - 01.06.1986, Page 49
Tómas Helgason frá Hnífsdal: Hvenær hófst fóðurbætisnotkun og forðagæsla hér á landi? Þegar stórt er spurt, er að sjálfsögðu búist við að stórt sé svarað. Svo verður þó ekki að þessu sinni heldur leitað svara í nokkrum gömlum ritum. Það er býsna mikinn fróðleik að finna í annálum og öðrum gömlum ritum, sem ekki er daglega rifjaður upp. Mér er það vel ljóst að spurningunni verður ekki svarað til fulls, en gömlu ritin gætu orðið til þess að vekja upp umræður og athuganir. Fyrst lítum við í Brandsstaðaannál Björns Bjarnasonar á Brands- stöðum í Húnavatnssýslu og sjáum hvað hann segir um árið 1836: „Eftir nýár hláka og enn þá auð jörð. 13. jan skipti um með snjófalli og hörkum. Með þorra komu hross á gjöf. Þó brutu þau niður á hálsum og heiðum þar hris var undir á móti vestri fram yfir mið- þorra. Alla góu jarðlaust að öllu en veður stillt og frosthægt. Um jafndægur kom snöp í fjöllum mót sólu, svo hross og sauðir lifðu af eftir það, sem gefið var út, hjá þeim er heyþrota urðu, en almennt stóð fé og hross við fram í maíbyrjun. Um páska, 4. apríl, kom upp jörð en byrgðist brátt aftur. 12.—13. apríl rak hriðarkast mikið hafís að Norðurlandi, en norðaustan- lands kom hann um miðjan vetur. Sumarmálavikuna var stöðug fannkomuhríð um 6 daga svo ófært varð bæja milli með hesta. Þreytti það heylausa að bera það milli bæja, hvar sem fáanlegt var. Nokkrir skáru af heyjum á góu. Sást nú best ofeyðsla og hirðuleysi að safna heyjum á góðu árunum, en frumbýlingum var ómögulegt að komast vel af. Allur fjöldi manna hefði fellt fé sitt um kross- messu en góður bati kom 1. maí. Goðasteinn 47

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.