Goðasteinn - 01.06.1986, Qupperneq 61

Goðasteinn - 01.06.1986, Qupperneq 61
naumast heim við svo búið, og var þó auðvitað gagnkunnugur leiðinni. Fékk hann þvi lánaða lukt i Þrándarholti og komst við það heim. Morguninn eftir gaf á að líta. Jörð var öll biksvört af ösku. Ekki var lagið þykkt, en þó svo, að vel var sporrækt. Ég var sendur um morguninn fram að Þrándarholti með luktina, og man ég hvað ég hafði gaman af að setja hana niður hér og þar á leiðinni og sjá hringmyndað farið í öskunni. Þennan dag komu nokkrir bændur á bæinn á heimleið úr kaupstaðarferðinni. Voru þeir ærið dökkir í framan. Man ég sérstaklega eftir Páli Lýðssyni hreppstjóra í Hlið, hversu svartur hann var af öskunni. Nú var öskufallið allmiklu minna en um nóttina, en þó hvergi nærri horfið að fullu. Var mikið mistur í lofti, svo að naumast var lesbjart, og var þó sólskin og eftirminnilegt að sjá sólskin í svörtum öskumekkinum. Sönnuðust þar greinilega orð Völuspár „svört verða sólskin” því að þennan dag sýndist sólskinið svart, enda getur Sigurður Nordal þess í riti sínu um Völuspá, að þá hefði hann skilið þessi orð kvæðisins, er hann sá sólskin í öskukafinu frá Kötlu 1918 og væri þetta eitt af því sem sýndi, að Völuspá væri ort á íslandi; hefði höfundur sýnilega séð öskufall og eldgos. Síðar um haustið féll aska að nýju, nokkru minni þó en fyrra skiptið. Var þá snjór á jörð; varð hann grásvartur af öskunni og miður álitlegur, einkum er þiðna tók skömmu síðar og askan lá á snjónum í dökkgráum flygsum. Talsverður órói greip skepnur, einkum hesta. Undu sumir illa i högum og lögðu jafnvel í strok. Þó að einkennilegt megi virðast, virtust sumir helst sækja í átt til eldstöðvanna. Vöru þess dæmi, að heimavanir hestar utan Þjórsár kæmust austur í Rangárvallasýslu. Goðasteinn 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.