Goðasteinn - 01.06.1986, Síða 63

Goðasteinn - 01.06.1986, Síða 63
er gott að minnast. Árni dó 11. nóv. 1983. Goðasteinn vill eiga þátt í því að minna á það að Árni á Bjarkalandi „reis ekki þögull frá dísanna borði”. Á 50 ára afmæli Laugarvatnsskóla 1. nóv. 1978 Góði skólastjóri, skólasystkin, nemendur og aðrir gestir! Það var bjart í hug okkar og sál þessara fyrstu nemenda á Laugarvatni þann 1. nóv. 1928, á þessum stað sem eigendur og ábúendur Ingunn Eyjólfsdóttir og Böðvar Magnússon, gáfu þjóð sinni, þá stærstu og veglegustu gjöf, sem nokkur íslensk hjón hafa gefið þjóð sinni. Hér var því létt að ganga um hlöð, allt frjálst og ekkert talið eftir. Hér var fagurt um að litast, að vísu öðruvísi en í sveitinni minni með sína hrikalegu hamra, háu fossa og fannhvíta jökulkórónu á hæsta tindi, en fagurt eigi að síður, skógivaxnar hlíðar með mildum, bogadregnum línum og hverinn minnti á heita hjartað, sem undir slær, og þá auðlegð sem í þvi býr. Vatnið minnti á kyrrð- ina og friðinn, en skógurinn á ljóssækni lífsins. Þá kemur næst að skólastjóranum sr. Jakobi Ó. Lárussyni, þessum eldheita æskulýðs- og ættjarðarvini, slíku hef ég ekki kynnst fyrr eða síðar. Það voru stórir hlutir sem hann ætlaði að gera fyrir æskuna, hann vissi að þar bjó leyndur máttur sem þurfti að virkja. Næst minnist ég Guðmundar Ólafssonar kennara, sem var fæddur kennari og gat látið steina tala, sá indæli maður. Þá eru ljúfar minningar með Magnúsi Böðvarssyni við að móta steina í stærri og meiri byggingar fyrir skólann. Hans ljúfa og glaða viðmót er mér minnisstætt. Þá var oft glatt á hjalla um matartímann hjá Aðalbjörgu Haraldsdóttur. Síðast minnist ég allra minna góðu skólasystkina fyrir ánægjuríka samveru. Þakka öllu þessu góða fólki lífs og liðnu fyrir birtuna sem það veitti á lífsleið mína. Allra siðast þakka ég hinum ágæta skólastjóra Benedikt Sigvaldasyni fyrir það að bjóða mér að vera hér mættur á þessari ánægjulegu stund sem ég mun lengi minnast. Goðasteinn 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.