Goðasteinn - 01.06.1986, Side 74

Goðasteinn - 01.06.1986, Side 74
Jón Hálfdánarson og Gestur Sæmundsson á hestbaki og í kúrekaleik. stórum og smáum. Tökum við einnig nokkurn þátt í þessu og fórum líka í veiðiferðir með heimamönnum. Aflabrögð voru samt ekki mikil og þótti gott ef einn og einn vatnakarfi fékkst með þolimæði. Það skipti heldur ekki öllu máli, heldur útivistin, ævintýrin og frjálsræðið úti í guðsgrænni náttúrunni. Oft verður maður þess var á ferðalögum á fjarlægum slóðum, hversu lítill heimurinn er í raun og veru. Á ferðalagi okkar um Texas vorum við einhverju sinni í kvöldsamkvæmi í smábænum Jeffer- son. Var þar talsverður fjöldi fólks og við sýndum Islandskvikmynd okkar við mjög góðar undirtektir. Eftir sýningu kvaddi maður einn úr hópnum sér hljóðs og þakkaði fyrir þessa sýningu með nokkrum vel völdum orðum. Síðar um kvöldið átti ég svo samtal við mann þennan. Spurði ég hann þá, hvort hann þekkti eitthvað til íslands eins og mér hefði heyrst á spjalli hans. Kvaðst hann hafa dvalist hér á landi um skeið árið 1950. Maður þessi kvaðst heita George O. Hambrick og hafði lengi verið yfirmaður í bandariska flughernum. Haustið 1950 dvaldist hann í flugstöð á Goosebay í Labrador. Um það leyti hlekktist flugvélinni Geysi á og skall hún niður á Bárðarbungu á Vatnajökli. 72 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.